Ašventuferš til Munchen 30. nóv. - 4. des. 2017
munchen adventuferd

  MUNCHEN - AÐVENTUFERР

5 dagar / 4 nætur
Lágmarks fjöldi 15 manns, hámark 25
Fararstjóri: Brandur Jón Guðjónsson

 

Munchen er höfðuborg Bæjaralands og þriðja stærsta borg Þýskalands með um 1,5 milljón íbúa. Árlega eru það síðan fleiri milljónir manna sem að koma til borgarinnar, hluti af þeim í viðskiptaerindum, en lang flestir sem ferðamenn til þess að skoða og upplifa borgina og taka þátt í einhverjum af þeim fjölmörgu viðburðum sem að þar fara fram. Eitt af því sem að laðar mikinn fjölda að borginni eru markaðstorgin á aðventunni.

Aðal aðventu/jóla markaðstorgið er á Marinenplatz, torginu sem er framan við ráðhús borgarinnar, þá skrautlegu og flottu byggingu. Þarna er svo sannarlega hægt að upplifa aðventustemningu; falleg tónlist, handverk og ýmiskonar gjafavara, kanililmur, jólaglögg „Glühwein“, ristaðar möndlur, iðandi mannlíf, notalegt og afslappað andrúmsloft...

Það er ótalmargt annað sem að hægt er að skoða í Munchen; byggingar, garðar, söfn og sýningar, og fararstjórinn býður uppá mismunandi skoðunarferðir, auk þess sem að hann hjálpar þeim sem vilja skoða eitthvað annað að skipuleggja slíkt. Olympiu svæðið, Frúarkirkjan, Enski garðurinn og Kínaverski turninn, Alte Pinakothek, BMW safnið, Bavaria styttan, Þýska tæknisafnið, Allianz arenan (heimavöllur Bayern Munchen), Hofbräuhaus og svo mætti lengi telja.

Á aðal göngugötunni eru síðan ótalmargar verslanir sem gaman er að kíkja í, bæði minna og meira þekkt vörumerki og verslanakeðjur.

Dvalið verður á hótel Condor sem er gott þriggja stjörnu hótel mjög vel staðsett í miðborginni, rétt hjá göngugötunni og aðal lestarstöðinni.

Lágmarks fjöldi 15 manns, hámark 25.

Ferðaáætlun:

Dagur 1 - fimmtudagur, 30. nóvember:

Munchen 

Flogið með Icelandair til Munchen flugvallar, áætluð lending um kl. 12:00 og við tekur u.þ.b. klukkutíma lestarferð inn til borgarinnar. Seinnipartinn verður farið um nágrennið til að átta sig á aðstæðum og í leiðinni tekin fyrsta skoðun inn á göngugötuna og aðal markaðstorgið á Marienplatz.

Dagur 2 til 4 - föstudagur 1. des. - sunnudags 3. des.

fyrripartinn hvers dags verða skoðunarferðir í umsjón fararstjórans og nokkur af helstu kennileytum borgarinnar skoðuð; Nymphenburg sumarhöllin, Olympiusvæðið, Enski garðurinn o.fl. (valfrjálst og kostar ekki sérstaklega- ath. aðgangseyrir að söfnum o.þ.h. ekki innifalinn) en seinnipartinn er farið á nokkra mismunandi markaðssvæði til þess að upplifa stemninguna, fanga andrúmsloft þessarar aldagömlu hefðar borgarbúa, en auk þess kíkja í búðir, smakka, njóta, vera til þar og þá!

Dagur 5 - mánudagur 4. desember

Heim á leið

Eftir morgunmatinn verður farið út á flugvöll, flugið heim er kl. 13:05 og áætluð lending í Keflavík um kl 16:00

Þjónusta & verð

 

Innifalið í verði ferðar:

Flug

30.11.2017:

Flogið með Icelandair Keflavík – Munchen FI 532 07:20-12:05

4.12.2017:

Flogið með Icelandair Munchen – Keflavík FI 533 13.05-16:00

(Vinsamlegast athugið að flugtímar geta breyst)

Gisting

 4 nætur á hótel Condor

Matur

Morgunverður:

Innifalinn – 4 morgunverðir

Hádegisverður:

Ekki innifalið

Kvöldverður:

Ekki innifalið

Ferðir / flutningar

Allir flutningar og ferðir sem þarf til að fylla inn í áætlun ferðarinnar (að og frá flugvelli og dagsmiðar í almenningssamgöngur innan borgarinnar).

 

Fararstjórn

Brandur Jón Guðjónsson

Ekki innifalið:

Aðgangseyrir á söfn o.þ.h.

Annað það sem ekki er talið upp í „innifalið”

Verð:

Verð á mann í tveggja manna herbergi

124.900,- staðgreitt

Verð á mann í eins manns herbergi

144.900,- staðgreitt

Greiðslur og gjalddagar:

Staðfestingargjald:

Staðfestingargjald ISK 50.000 þarf að greiða innan 7 daga frá pöntun. Athugið að staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt ef til afbókunar af hálfu viðskiptavinar kemur.

Lokagreiðsla:

Til að staðgreiðsluverð gildi þarf að greiða ferð að fullu í síðasta lagi 6 vikum fyrir brottför, annars hækkar verð um 5%.

Ábendingar:

Lágmarks þátttaka er 15 manns. Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð sex vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg og mun þá endurgreiða að fullu. 

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir er aðili að SAF (Samtök ferðaþjónustunnar, sjá www.saf.is) og því gilda almennir skilmálar samtakanna um allar ferðir ferðaskrifstofunnar, auk þess sem viðkomandi flugfélag getur verið með sína skilmála til viðbótar.

           

Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9500 eða sendið fyrirspurn á info@explorer.is

| More