Adrenalínferđ á Norđur- Ítalíu 25. ágúst - 1. sept. 2018
ADRENALIN 2018

 ADRENALÍNFERÐ - KLETTAGANGA "VIA FERRATA" - FLÚÐASIGLING - FJALLAHJÓLUN

8 dagar / 7 nætur

Lágmarks fjöldi 6 manns, hámark 12
Fararstjóri Hilmar Már Aðalsteinsson

Adrenalínferð sem samanstendur af þremur mismunandi áskorunum á sex dögum; „Via Ferrata“ klettagönguleið í Brenta Dolomítafjöllunum; flúðasiglingu á Noce ánni og fjallahjólaferðum.

Ferðin hefst með því að fara á þremur dögum Bocchette leiðina, vinsælustu klettagönguleið (Via Ferrata) Brenta Dolomítafjallanna,  frá Grosté skarðinu að Brentei fjallaskálanum, hrikalega flott leið um bratta og tæpa stíga, einstigi, stiga o.þ.h.!

ADRENALIN 2018

Síðan tekur við spennandi flúðasigling eftir Noce ánni, en National Geographic telur þetta eina af 10 bestu ám í heimi til æfinga í flúðasiglingum!

Að lokum verður farið á fjallahjólum tvær mismunandi leiðir; sú fyrri eftir Val Meledrio þar sem farið er m.a. um engi og skóglendi í Adamello Brenta garðinum, og endað í Daolasa, þar sem að lokamót UCI MTB World Cup fjallahjólakeppnanna 2017 fór fram. Seinni hjóladaginn verður farið um hjarta Val di Rabbi í stórkostlegu Alpa landslagi, en þar eru einnig heimkynni glæsilegra hjartardýra.

„Via Ferrata“ (ítalska) er samheiti yfir sérhæfðar gönguleiðir í fjalllendi þar sem að öryggisvírar, stigar og þrep eru notuð til þess að komast um, oft á tíðum, mjög tæpa stíga eða þverhnípta hamraveggi, og á uppruna sinn í Dolomitafjöllunum á Ítalíu í fyrri heimsstyrjöldinni. Við höfum kosið að kalla þetta „klettagönguleiðir“ í þessu skjali 

ADRENALIN 2018

Allir þátttakendur eru með hjálm á höfði og í klifurbeltum með sérstökum öryggislínum til þess að festa sig við öryggisvíra.

Tvær nætur verður gist í fjallaskálum á gönguleiðinni, en fimm nætur verður dvalið á góðu 3*** hóteli í Dimaro.

Mjög mikið innifalið!

Íslenskur fararstjóri verður Hilmar Már Aðalsteinsson, en á hverri áskorun verða sérhæfðir leiðsögumenn sem að bera megin ábyrgð á sínum hluta ferðarinnar

 

Dagur 1 - laugardagur 25. ágúst

Munchen – Val di Sole

Flogið með Icelandair til Munchen. Áætluð lending kl. 13:05 og við tekur rútuferð þaðan yfir í Val di Sole dalinn í norðurhluta Ítalíu.

ADRENALIN 2018

Dagur 2 – sunnudagur 26. ágúst

Via Ferrata – klettagönguferðin hefst

Farið með rútu yfir til Madonna di Campiglio þar sem að fjallaleiðsögumaðurinn bætist í hópinn. Þaðan er farið með kláfi upp í Grosté skarðið (2.442 m.y.s.), en þar hefst Benini stígurinn sem að liggur milli Grosté tindsins og Campanile Vallesinella þar sem að leiðin liggur utan á fjöllunum. Þaðan til Bocca del Tuckett, undir Sella tindinum og þaðan til Tucett fjallaskálans (2.261 m.y.s.) þar sem að gist verður fyrstu nóttina.

+800m / -870m / 5 klst.

ADRENALIN 2018

Dagur 3 – mánudagur 27. ágúst

Brenta Dolomítarnir – Sosat stígurinn

Eftir Sosat klettagöngustígnum verður farið í áttina að Alimonta fjallaskálanum (2.580 m.y.s.) sem er í Vedretta degli Sfulmini, í hrikalegum hamrasalnum miðjum...

+300 / -0 / 6 klst.

ADRENALIN 2018

Dagur 4 – þriðjudagur 28. ágúst

Brenta Dolomítarnir – Bocchette stígurinn

Örlítið uppávið til Bocca d‘Armi og að upphafi klettagönguleiðarinnar um miðju Bocchette, sem er, að öðrum ólöstuðum, fallegasti hluti leiðarinnar. Eftir u.þ.b. 4 klst. verður komið til Bocca di Brenta, og þaðan verður farið niður til Brentei fjallaskálans (2.182 m.y.s.). Síðan upp í móti framhjá Casinei skálanum til Vallesinella við Madonna di Campiglio. Þaðan í bíl yfir á hótelið í Val di Sole.

+700 / -1.700 / 6 klst.

ADRENALIN 2018

Dagur 5 – miðvikudagur 29. ágúst

Flúðasigling á Noce ánni

Þennan daginn verður farið í u.þ.b. 3 klst. flúðasiglingu eftir Noce ánni, en hún er talin ein af 10 bestu ám í heimi í flokki „white water rafting“.

ADRENALIN 2018

Dagur 6 – fimmtudagur 30. ágúst

Á fjallahjóli um Val di Sole

Þennan dag verður farið í krefjandi ferð á fjallahjólum um svæðið í nágrenni hótelsins. Leiðin verður að einhverju leyti valin í takt við hópinn, en gæti t.d. verið svona: Dimaro (766 m.y.s.) – Val Meledrio – Malga Mondifrá (1.600 m.y.s.) – Malga Vigo (1.782 m.y.s.) – Malga di Dimaro (1.670 m.y.s.) – Folgarida (1.400) – Malghetto di Almazzago (1373 m) – Intermedia di Daolasa (1.370 m) – Daolasa (814 m)- Dimaro (766 m)

Erfiðleikastig: Miðlungs  

+ 1000 m/- 1.000 m / 6 klst.

ADRENALIN 2018

Dagur 7 – föstudagur 31. ágúst

Á fjallahjóli um Stelvio þjóðgarðinn

Nú verður hópnum skutlað með hjólin yfir í Val di Rabbi og tekinn góður hringur um Stelvio þjóðgarðinn, en seinnipartinn verður svo ekið með hópinn aftur á hótelið. Dagleiðin gæti t.d. verið svona: Terme di Rabbi (1.200 m) - Malga Cercen (1.969 m) – Malga Monte Sole (2.047 m) – Malga Fratte Alta (1.867 m) - Malga Maleda Bassa (1.726 m) – Malga Fratte Bassa (1.482 m) - Ponte Sospeso (1.366 m) – Terme di Rabbi (1.200 m)

Erfiðleikastig: Miðlungs

+ 900 m/- 900 /6 hours

Dagur 8 – laugardagur 1. september

Heim á leið...

Lagt snemma af stað upp til Munchen flugvallar. Flugið heim er kl. 14:05, áætluð lending á Keflavíkurflugvelli kl. 16:00

<>     <>     <>

MJÖG MIKIÐ INNIFALIÐ!

Innifalið í verði ferðarinnar:

Flug og flugvallarskattar

Akstur til og frá flugvelli

Allur annar akstur og flutningar sem þarf vegna dagskrár ferðarinnar (kláfur, akstur vegna gönguferðar, flúðasiglingar og hjóladags)

Gisting í fimm nætur í bænum Dimaro – hótel Belfiore ***S http://www.hotelbelfiore.it/en/

Gisting í tvær nætur í fjallaskálum á klettagönguferðinni – kojur í sal, svefnpokapláss (lakpoki og teppi)

Þriggja daga klettagönguferð „Via Ferrata“ um Brenta Dolomitafjöllin í fylgd með einum eða tveimur sérhæfðum enskumælandi UIAGM fjallaleiðsögumönnum (fer eftir stærð hópsins)

Tveggja daga leiga á sérhæfðum klettagönguferðabúnaði (öryggishjálmur, klifurbelti, öryggislína)

Tveggja daga hjólaferð með enskumælandi leiðsögumanni

Tveggja daga leiga á reiðhjólum

Flúðasigling með sérhæfðum leiðsögumanni/mönnum

Hálft fæði á gististöðum (kvöldverður og morgunverður)

Hádegishressing í skálum á hjóladögunum

Nesti (miðdagshressing) á göngudögunum

 

Ekki innifalið:

Lakpoki til nota í fjallaskálunum

Hádegis/miðdegishressing á flúðasiglingardeginum

Drykkir með hádegis og kvöldverðum

Annað það sem ekki er talið upp í „innifalið“

<>     <>     <>

Þjónusta og verð:

Innifalið

í verði ferðar:

Flug

25.08.2018: Flug FI 532 Keflavík - Munchen, brottför 07:20 lending 13:05 

01.09.2018: Flug FI 533 Munchen – Keflavík, brottför 14:05 lending 16:00  Vinsaml. athugið að flugtímar geta breyst.

Gisting

 5 nætur á hóteli og 2 nætur í fjallaskálum (kojur)

Matur

Morgunverður:

Innifalið – Alla morgna

Hádegisverður:

Nestispakki á gönguleið (3 dagar), hádegishressing á hjóladögunum (2 dagar) 

Kvöldverður:

Innifalið – samt. 7 kvöldverðir í fjallaskálunum og á hótelinu

Ferðir og flutningar

Allur akstur og aðrir flutningar sem þarf til að fylla inn í áætlun ferðar.

 

Fararstjórn

Hilmar Már Aðalsteinsson

Fundur með fararstjóranum fyrir ferðina

Ekki innifalið:

Drykkir með kvöldmat á gististöðunum / Aðgangseyrir á söfn o.þ.h. / Hádegishressing á flúðasiglingardeginum / Lakpokar til að nota í kojum 2 nætur í fjallaskálunum / Annað það sem ekki er talið upp í „innifalið”

Verð:

Verð á mann í tveggja manna herbergi

299.900,- staðgreitt

Verð á mann í eins manns herbergi

339.900,- staðgreitt

Greiðslur og gjalddagar:

Staðfestingargjald:

Staðfestingargjald ISK 75.000 þarf að greiða innan 7 daga frá pöntun. Athugið að staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt ef til afbókunar af hálfu viðskiptavinar kemur.

Lokagreiðsla:

Til að staðgreiðsluverð gildi þarf að greiða ferð að fullu í síðasta lagi 8 vikum fyrir brottför, annars hækkar verð um 5%.

Ábendingar:

Lágmarks þátttaka er 6 manns. Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg og mun þá endurgreiða að fullu. 

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir er aðili að SAF (Samtök ferðaþjónustunnar, sjá www.saf.is) og því gilda almennir skilmálar samtakanna um allar ferðir ferðaskrifstofunnar, auk þess sem viðkomandi flugfélag getur verið með sína skilmála til viðbótar.

       

Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9500 eða sendið fyrirspurn á info@explorer.is

Farþegar  í ferðum Íslandsvina fá sérkjör í útivistarvöruverslunum  „Fjallakofans“ í Hafnarfirði og Reykjavík. 

| More