Brölt og bjór - Berwang og Októberfest í Munchen 16. - 23. september
brölt og bjór

BRÖLT OG BJÓR - TIROL Í AUSTURRÍKI OG MUNCHEN 

8 dagar / 7 nætur
Lágmarks fjöldi 10 manns, hámark 20
Fararstjóri Halldór Hreinsson

Prentvæna og nánari útgáfu af upplýsingum um ferðina má fá hér 

Frábær samsetning. Skemmtilegar daglegar gönguferðir í undurfögru umhverfi Berwang sem er lítið þorp í rúmlega 1300 m.y.s. í Tirol í Austurríki og svo verður endað í München, höfuðborg Bæjaralands, þar sem síðasti dagurinn verður notaður til að skoða sig um og taka þátt í hinni stórkostlegu Oktoberfest bjórhátíð.

Þetta er ferð fyrir alla. Dagleiðirnar eru léttar til miðlungs erfiðar og þátttakendur þurfa ekki að vera í neinu ofurformi til þess að njóta þess sem gert er. Dagskráin í gönguferðinni verður sett upp í GPS hnit og ókeypis innsetning inn í GPS tæki ferðafólks ef það vill.

Lágmarks fjöldi 10 manns, hámark 20.

Dvalið verður á hótel Kaiserhof, fjögurra stjörnu hóteli í Berwang, þar sem aðgangur að glæsilegri Spa-aðstöðu er innifalinn í verðinu. Síðustu nóttina verður dvalið á hóteli í München.

Ferðin er blanda af léttum og skemmtilegum gönguferðum, menningarlegri upplifun, fallegri náttúru og frábæru andrúmslofti þar sem hresst fólk og góður fararstjóri eru auðvitað í helsta hlutverki.

Fundur og spjall með fararstjóranum verður þegar nær dregur ferðinni.

 

Ferðaáætlun:

Dagur 1 - laugardagur, 16. september:

Flogið til München

Flogið með Icelandair  til München kl 07:20, áætluð lending kl. 13:05 og við tekur u.þ.b. tveggja tíma akstur til Berwang með einu stoppi á leiðinni. Áætlaður komutími á hótelið er um kl. 17:00

Dagur 2 - sunnudagur , 17. september:

Berwang og Almkopf

Það verður farið rólega af stað, teknar nokkrar góðar teygjur við hótelið, og síðan farið í létta en skemmtilega gönguferð upp á fjallið Almkopf sem er beint fyrir aftan hótelið. Hægt er að taka hluta af þessari fallegu leið og bíða í fjallakofa eftir þeim sem vilja klára hringinn.

Létt ganga - U.þ.b. 400m hækkun, 3 klst.

Dagur 3 -mánudagur, 18. september:

Hönig og nágrenni

Þessi skemmtilega leið hefst með göngu inn og uppeftir dalverpi suður af Berwang sem endar síðan uppi á Hönig sem er í 2030m hæð. Þaðan verður farið niður vestan megin ofan í Rinnen, sem er annað lítið þorp, áður en farið verður um léttan stíg upp til Berwang síðdegis.

Miðlungs erfitt - U.þ.b. 700m hækkun, 4-5 klst.

Dagur 4 - þriðjudagur, 19. september:

Plansee

Þennan dag verður farið með strætó að fallegu vatni sem kallast Plansee og siglt inn eftir því að hluta. Síðan gengið umhverfis innri hluta vatnsins en sú ganga tekur 3-4 klst. Þarna er líka hægt að dvelja í sólbaði eða slökun á meðan aðrir ganga hringinn. Heimferð með strætó eftir góðan dag.

Mjög létt – engin hækkun

Dagur 5 - miðvikudagur, 20. september:

Zugspitze – hæsti tindur Þýskalands

Það verður ekki mikið gengið þennan dag en þó fer allur dagurinn í þessa ferð. Farið verður með rútu yfir landamærin til Þýskalands og síðan með kláfi upp á tind Zugspitze. Útsýninu þaðan mun fólk aldrei gleyma. Ferðin með kláfnum er ekki síður upplifun og forvitnilegt að sjá hvernig menn byggðu upp þá aðstöðu sem er á tindinum í dag. Þaðan er hægt að senda póstkort beint heim.

Dagur 6 - fimmtudagur, 21. september:

Bichlbacher Alm til Lermoos

Berwang dvölinni lýkur á góðri gönguleið frá Bichlbacher Alm til Lermoos og verður  strætó notaður til þess að flytja hópinn á milli staða.

Létt ganga – U.þ.b. 300m lækkun

Dagur 7 - föstudagur, 22. september:

München

Brottför frá hótel Kaiserhof til München. Eftir innritun á hótel verður farið niður í miðbæ í skoðunarferð og búðarrölt, en aðalatrið þessa dags er að kíkja á Októberfest, bjórhátíðina miklu sem að árlega dregur að sér milljónir manna – upplifun sem að ekki er hægt að láta fram hjá sér fara!

Dagur 8 - laugardagur, 23. september:

Heimferð

Eftir morgunverðinn verður farið út á flugvöll. Brottför klukkan 14:05. Áætluð lending á Íslandi er kl. 16:00

Þjónusta & verð

Innifalið í verði ferðar:

Flug

16.09.2017: Flug FI 532 Keflavík - München,
brottför 07:20 lending 13:05 

23.09.2017: Flug FI 533 München – Keflavík,
brottför 14:05 lending 16:00

Vinsaml. Athugið að flugtímar geta breyst. 

Gisting

Gist 6 nætur á 4**** Hotel Kaiserhof í Berwang og síðan 1 nótt á hóteli í München.

Matur

[M] Morgunmatur:

Innifalið

[H] Hádegisverður:

Ekki innifalið

[K] Kvöldverður:

Innifalið 6 kvöldverðir í Berwang – ekki í München.

Ferðir / flutningar

Allur akstur og aðrir flutningar sem þarf til að fylla inn í áætlun ferðar.

 

Fararstjóri

Halldór Hreinsson
Fundur með fararstjóra í sumar, nánar auglýst þegar nær dregur.

Ekki innifalið:

Drykkir með kvöldmat
Aðgangseyrir á söfn o.þ.h.
Annað það sem ekki  er talið upp í „innifalið”.

Verð:

Verð á mann í tveggja manna herbergi

229.900,- staðgreitt

Verð á mann í eins manns herbergi

259.900,- staðgreitt

Greiðslur og gjald-dagar:

Staðfestingargjald:

Staðfestingargjald ISK 75.000 þarf að greiða innan 7 daga frá pöntun. Athugið að staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt ef til afbókunar af hálfu viðskiptavinar kemur.

Lokagreiðsla:

Til að staðgreiðsluverð gildi þarf að greiða ferð að fullu í síðasta lagi 8 vikum fyrir brottför, annars hækkar verð um 5%.

Ábendingar:
Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfalla-trygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir er aðili að SAF (Samtök ferðaþjónustunnar, sjá www.saf.is) og því gilda almennir skilmálar samtakanna um allar ferðir ferðaskrifstofunnar, auk þess sem viðkomandi flugfélag getur verið með sína skilmála til viðbótar. 

           

Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9500 eða sendið fyrirspurn á info@explorer.is

 fjallakofinn

„Fjallakofinn“ býður farþegum í ferðum Íslandsvina sérkjör í verslunum sínum í Hafnarfirði og Reykjavík.

| More