TMB - Gengiđ umhverfis Mont Blanc 30. júní - 14. júlí 2018
TMB

TMB - TOUR DU MONT BLANC

15 dagar / 14 nætur
Lágmarks fjöldi 8 manns, hámark 14
Fararstjórar Sigrún M. Hallgrímsdóttir og Hilmar Már Aðalsteinsson

Prentvæna útgáfu af þessum upplýsingum um ferðina má fá hér

Dagsetning: 30. júní - 14. júlí 2018 

Mont Blanc (Mont Blanc á frönsku / Monte Bianco á ítölsku / Hvíta fjallið á íslensku) er hluti af Graian Ölpunum og er hæsta fjallið þar, og um leið hæsti tindur vestur- Evrópu (4810m). Þessi mikli fjallgarður kallar árlega til sín tugþúsundir fólks sem upplifir frelsi og fegurð fjallanna við útivist af ýmsum toga og á öllum árstímum.

Umhverfis Mont Blanc og hans helstu nágranna fjöll, sem flest eru vel yfir 3000m á hæð, liggur ein allra vinsælasta gönguleið Evrópu; Tour du Mont Blanc - TMB. Farið er á nokkrum dögum um fjallaskörð og djúpa dali á vel merktum stígum, þar sem á hverjum degi blasa við tignarlegir tindar og önnur hrikaleg náttúrufegurð.

Fararstjórar verða hjónin Sigrún M. Hallgrímsdóttir og Hilmar Már Aðalsteinsson, reynslumikið fólk í allskonar útivistar- og gönguferðum.

Heildarlengd TMB er nálægt 165 km, en fararstjórarnir bjóða alltaf, ef þörf er á og þar sem því verður við komið, uppá að stytta og/eða létta dagleiðina ef einhver vill eða þarf að spara sér nokkur spor.

TMB 2018

Erfiðleikastig dagleiðanna er miðlungs til frekar erfitt og ferðin hentar flestu vönu göngufólki. Þó ber að hafa í huga að þeim sem eru mjög viðkvæmir fyrir lofthræðslu er síður ráðlagt að koma með í þessa ferð! Athuga ber að þetta er ekki „trúss“ ferð; þátttakendur bera farangur sinn sjálfir á milli gististaða og hámarksþyngd bakpoka verður takmörkuð við 7 kg.!

Gist verður á hótelum, gistihúsum og fjallaskálum, eftir því hvar verið er hverju sinni, og allt frá eins til tveggja manna hótelherbergjum með uppbúnum rúmum yfir í rúmstæði í kojum þar sem að eingöngu eru lak og teppi, og þá verið í smærri eða stærri herbergjum eða jafnvel í sal þar sem að allur hópurinn gistir saman.

Lágmarks fjöldi 10 manns, hámark 14.

TMB 2018 

Ferðaáætlun:

Dagur 1 - laugardagur, 30. júní

Flogið til Genfar

Flogið með Icelandair til Genf í Swiss og við tekur uþb. 1 ½ - 2 klukkutíma akstur til hótels í fjallabænum Les Houches sem er í frönsku Ölpunum.

TMB 2018

Dagar 2 til 13 - sunnudagur, 1. júlí til fimmtudags, 12. júlí

TMB – Tour du Mont Blanc

Lagt verður af stað í 12 daga gönguferð (11 göngudagar + 1 hvíldardagur) strax að morgni sunnudagsins. Upp, fram, yfir, niður, - og svo upp aftur – um þrjú lönd, Frakkland, Ítalíu og Swiss!

Hrikaleg náttúrufegurð nær og fjær og ótalmargt að sjá og upplifa; háir tindar og djúpir dalir, grjóturðir og göngustígar, býflugur og blómengi, fossar og fannir, kýr og köngulær, vegir og vötn, hótel og hengibrýr, geitur og gistiskálar, múrmeldýr við holur sínar, fuglar á flugi, fólk á göngu – já endalaust eitthvað áhugavert að sjá og upplifa!

TMB 2018

Aldrei er farið hraðar en svo að allir sem eru í þokkalega góðu gönguformi eiga að ráða vel við dagleiðirnar, sem vissulega geta tekið vel í þegar farið er um brött fjallaskörðin, - en það fæst líka vel borgað til baka í upplifun í þessum dásamlega fjallasal!

Fimmtudaginn 5. júlí verður tekinn einn frídagur í hinum fallega, fjöllum girta Alpabæ Courmayeur sem hefur titilinn „hæsta bæjarfélag á Ítalíu“.

Göngunni lýkur síðan í Les Houches um miðjan dag á fimmtudegi viku síðar...

TMB 2018

Dagur 14 - föstudagur, 13. júlí

Les Houches – Chamonix og nágrenni 

Þessi dagur verður notaður í afslöppun eða bæjarrölt, - eða í útsýnisferð upp í hlíðar Mont Blanc -, allt eftir áhuga hvers og eins. T.d. fer einn þekktasti kláfurinn á svæðinu upp á tindinn á Aiguille du Midi (3842m), en þaðan er stórkostlegt útsýni...

Dagur 15 - laugardagur, 14. júlí

Heim á leið   

Eftir morgunmatinn er lagt af stað til flugvallarins í Genf... 

TMB 2018

Þjónusta og verð:

Innifalið

í verði ferðar:

Flug

30.06.2018: Flug FI 564 Keflavík - Genf, brottför 07:20 lending 13:00 

14.07.2018: Flug FI 565 Genf – Keflavík, brottför 14:00 lending 15:50  Vinsaml. athugið að flugtímar geta breyst.

Gisting

 5 nætur á hótelum (3 í Les Houches í Frakklandi og 2 í Courmayeur á Ítalíu) / 9 nætur á gistihúsum og í fjallaskálum (kojur)

Matur

Morgunverður:

Innifalið – Alla morgna

Hádegisverður:

Ekki innifalið

Kvöldverður:

Innifalið –  9 kvöldverðir í fjallaskálunum / ekki í Les Houches (3 kvöld) og í Courmayeur (2 kvöld)

Ferðir og flutningar

Allur akstur og aðrir flutningar sem þarf til að fylla inn í áætlun ferðar.

 

Fararstjórn

Sigrún M. Hallgrímsdóttir og Hilmar Már Aðalsteinsson

Fundur með fararstjórum fyrir ferðina

Ekki innifalið:

Drykkir með kvöldmat á gististöðunum / Aðgangseyrir á söfn o.þ.h. / Kláfar og almenningssamgöngur (strætó) til að stytta dagleiðir / Lakpokar til að nota í kojum / Annað það sem ekki er talið upp í „innifalið”

Verð:

Verð á mann í tveggja manna herbergi

299.900,- staðgreitt

Verð á mann í eins manns herbergi

334.900,- staðgreitt

Greiðslur og gjalddagar:

Staðfestingargjald:

Staðfestingargjald ISK 75.000 þarf að greiða innan 7 daga frá pöntun. Athugið að staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt ef til afbókunar af hálfu viðskiptavinar kemur.

Lokagreiðsla:

Til að staðgreiðsluverð gildi þarf að greiða ferð að fullu í síðasta lagi 8 vikum fyrir brottför, annars hækkar verð um 5%.

Ábendingar:

Lágmarks þátttaka er 10 manns. Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg og mun þá endurgreiða að fullu. 

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir er aðili að SAF (Samtök ferðaþjónustunnar, sjá www.saf.is) og því gilda almennir skilmálar samtakanna um allar ferðir ferðaskrifstofunnar, auk þess sem viðkomandi flugfélag getur verið með sína skilmála til viðbótar.

       

Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9500 eða sendið fyrirspurn á info@explorer.is

Farþegar í ferðum Íslandsvina fá sérkjör í útivistarvöruverslunum  „Fjallakofans“ í Hafnarfirði og Reykjavík. 

| More