Eyjahopp međ hjól um Dalmatíu 29. sept. - 8. okt. 2017
dalmatiastrondin  Dalmatiuströndin í Króatíu
10 dagar / 9 nætur

Lágmarks fjöldi 12manns, hámark 18

Fararstjórar Brandur Jón Guðjónsson og Robert Ciglar

Prentvæna og nánari útgáfu af upplýsingum um ferðina má fá hér

Dalmatiuströndin í Króatíu þykir vera ein af fegurstu strandlengjum í heimi. Stóbrotið landslag, smærri og stærri eyjar og sker, kristalstær sjór, byggingar, gróður og garðar, tilkomumikill fjallgarður í baksýn, veðursæld, mannlíf og menning – allt býr þetta til eina stórkostlega upplifun!

Dagleiðirnar eru uþb. 15 – 50 km, mis erfiðar, og vegna landfræðilegrar stöðu þá þarf alla dagana að fara um mis langar og mis brattar brekkur. Erfiðleikastig dagleiða er allt frá því að vera „létt“ til „frekar erfið“, en allar eru þær þó vel yfirstíganlegar og nægur er líka tíminn til að klára því að ekkert liggur á. Þetta er ekki keppnisferð og þátttakendur þurfa ekki að vera í neinu ofur formi, en vanir hjólreiðum.

Þetta er ferð fyrir „venjulegt” fólk til að njóta og upplifa!

Og ef einhver vill ekki koma með í hjólaferð dagsins getur viðkomandi verið um borð í bátnum og nýtt tímann til sólbaða eða bæjarrölts! Vænta má lofthita um 10-24°C og sjávarhita um 21-24°C.

Athugið, einnig er hægt að skrá sig í þessa ferð án þess að taka þátt í hjólaferðunum.

Ferðin er ekki hlaðin neinum lúxus, káeturnar eru litlar og olnbogarýmið er takmarkað, en hér, eins og oft áður, mun sannast hið fornkveðna að „þröngt mega sáttir sitja“! Báturinn heitir MS Mirabela, byggður 1950 og var endurinnréttaður 2005. Allar káetur eru tveggja manna, ýmist kojur eða tvíbreið rúm, og baðherbergi með salerni og sturtu er í hverri káetu. Í upphafi ferðar verður gist eina nótt á hóteli í Trogir og í lok ferðar eina nótt í Zagreb.

Miðað er við að allir leigi sér góð fjallahjól á staðnum, en slík hjól henta mjög vel fyrir þessa ferð (ekki innifalið í verði ferðarinnar).

Lágmarks fjöldi er 12 manns, hámark 18

Tveir fararstjórar eru með hópnum allan tímann.

 

Ferðaáætlun:

Dagur 1 – föstudagurinn 29. september

Flogið til Zagreb / ekið til Trogir

Flogið með millilendingu til Zagreb, höfðuborgar Króatíu. Áætluð lending þar er kl 13:15 og við tekur akstur til Trogir, fallegs bæjar á Dalmatíuströnd Króatíu. Kvöldverður og gisting.

Dagur 2 til 8 – laugardagurinn 30. september til

föstudagsins 6. október

Hjól og sól, eyjar, bæir, sjór og sæla…

Að morgni laugardagsins verður byrjað á að koma farangri og hjólum til skips og síðan hefst hin eiginlega hjólaferð um hádegið. MS Mirabela þræðir síðan á komandi dögum á milli eyjanna í nágrenninu. Hópurinn hjólar síðan mis langar leiðir (u.þ.b. 15–50 km á dag) um eyjarnar (græn lína á korti sýnir áætlaða hjólaleið). Á meðan færir báturinn sig (punktalína á korti) og tekur hópinn um borð á nýjum stað. Gist verður um borð í bátnum sem einnig ferjar hópinn á milli eyjanna (áætluð siglingarleið, þar sem þátttakendur eru um borð, sýnd með bláum línum á kortinu).

Dalamatíuströndin er langt belti á austurströnd Adríahafsins og að almestu leyti í Króatíu. Hún er breiðust nyrst og mjókkar ört eftir því sem sunnar dregur þar sem hún er vestan undir Dinarisku ölpunum, frá eyjunni Rab í norðri til Kotor flóans í Svartfjallalandi í suðri. Í þessari ferð verður farið um mið og suðurhluta hennar, frá Trogir til Dubrovnic. Fjöldi mis stórra eyja útifyrir ströndinni undirstrika sérstöðuna og í það heila tekið er kannski einfaldast að notast við orðin „ævintýralega fallegt“ um þetta svæði allt saman! Þekktustu kennileyti svæðisins sem að farið er um eru annars vegar eyjan Hvar og hins vegar bærinn Dubrovnik, en gamli bæjarhlutinn á báðum stöðum er á heimsminjaskrá UNESCO, en það er samt líka svo ótalmargt annað sem að gera þessa ferð engri annari líkri! Gróðurfar, mannlíf, menning, kristalstær sjór, ótal víkur og vogar, sjóböð...; en samt er ekki hægt að telja upp eitthvað eitt umfram annað í þessari miklu og endalausu upplifun!

Eðlilega, vegna þess að alltaf er byrjað við sjávarmál, er alla dagana um einhverja hækkun að ræða og farið allt frá uþb. 50 m.y.s. á einni eyjunni upp í u.þ.b. 400 m.y.s. þar sem að hæst verður farið á annari og samanlögð hækkun dagleiðanna getur því orðið talsverð. Hjólaleiðirnar eru ýmist á sléttu malbiki, á malarvegum eða á grófum stígum, en slíkt undirlag er í miklum minnihluta og ferðahraðinn að sjálfsögðu alltaf í takt við aðstæður.

Seinnipart föstudagsins er komið til hafnar aftur í Trogir, en gist um borð í Mirabela.

Dagur 9 – laugardagurinn 7. október

Plitvice þjóðgarðurinn

Á leið upp til Zagreb verður komið við í Plitvice þjóðgarðinum, en Plitvice vötnin eru enn einn staðurinn sem að skoðaður verður í þessari ferð sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Náttúrufegurðinni þar verður ekki með orðum lýst, þar eins og svo oft áður verður sjón sögu ríkari. Þarna verður genginn góður hringur til þess að upplifa þetta ótrúlega svæði.

Síðan verður haldið áfram til Zagreb og komið þangað síðdegis.

Kvöldverður og gisting.

Dagur 10 – sunnudagurinn 8. október

Heim á leið

Heimleiðin verður tekin í tveimur áföngum með millilendingu í Amsterdam...

 

Þjónusta & verð

Innifalið í verði ferðar:

Flug og flugvalla-skattar

29.09.2017: Keflavík – Kaupmannahöfn - Zagreb

Áætluð brottför 01:00 lending í Zagreb 13:15

08.10.2017: Zagreb – Amsterdam – Keflavík,

Áætluð brottför 08:25 lending í Keflavík 15:10

Vinsaml. athugið að flugtímar geta breyst.

Gisting

Gisting í tvær nætur á hóteli og sjö nætur um borð í báti

 

Matur

Morgunverður:

Innifalinn alla dagana

Hádegis- eða kvöldverður:

Innifalin ein máltíð á dag alla dagana nema 8. og 9. dag ferðarinnar (6. og 7. október)

Flutningur

Allur akstur og siglingar samkvæmt áætlun ferðarinnar

Fararstjórn

Brandur Jón Guðjónsson og Robert Ciglar

(Fundur með íslenska fararstjóranum fyrir ferðina)

Ekki innifalið: 

Hádegisverðir eða kvöldverðir, einn á dag

Drykkir með hádegis- eða kvöldverðum

Hafnargjald €21,- (greiðist beint til skipstjórans)

Reiðhjólaleiga €140,- fyrir fjallahjól / €240,- fyrir rafhjól

Annað það sem ekki er talið upp í „innifalið“

 

Verð:

Verð á mann í tveggja manna herbergi á hótelum og káetu með efri/neðri koju í bátnum

ISK 369.900,- staðgreitt

Verð á mann í tveggja manna herbergi á hótelum og káetu með tvíbreiðri neðri koju í bátnum

ISK 389.900,- staðgreitt 

Verð á mann í eins manns herbergi á hótelum og einn í káetu með efri/neðri koju í bátnum

ISK 399.900,- staðgreitt

Greiðslur og gjalddagar: 

Staðfestingargjald:

Staðfestingargjald ISK 75.000 þarf að greiða innan 7 daga frá pöntun. Athugið að staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt ef til afbókunar af hálfu viðskiptavinar kemur.

Lokagreiðsla:

Til að staðgreiðsluverð gildi þarf að greiða ferð að fullu í síðasta lagi 8 vikum fyrir brottför, annars hækkar verð um 5%.

Ábendingar: 

Lágmarks þátttaka er 12 manns. Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg og mun þá endurgreiða að fullu.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlun ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfalla- trigging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengis breytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir er aðili að SAF (Samtök ferðaþjónustunnar, sjá www.saf.is ) og því gilda almennir skilmálar samtakanna um allar ferðir ferðaskrifstofunnar, auk þess sem viðkomandi flugfélag getur verið með sína skilmála til viðbótar.

Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9500 eða sendið fyrirspurn á info@explorer.is 

 

Farþegar í göngu- og hjólaferðum Íslandsvina njóta sérkjara í útivistarvöruverslununum „Fjallakofinn“ og gilda þau frá því að staðfestingargjald hefur verið greitt og út almanaksár ferðarinnar.

| More