Frjálst er í fjallasal! Fjallahjólaferđ til Chamnoix í Frakklandi 12.-19. ágúst 2017

FRJÁLST ER Í FJALLASAL - HVÍLÍKT LEIKSVÆÐI FYRIR ALVÖRU FJALLAHJÓLAFÓLK!

Þær Inga Dagmar Karlsdóttir og Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir fara með hópinn á fulldempandi fjallahjólum um stórbrotið og hrikalegt landslagið í og við Chamonix í Frakklandi - athugið, þessi ferð er eingöngu fyrir vant hjólafólk!

Þvílík náttúrufegurð það er þarna þar sem að fyrstu vetrarólympiuleikar sögunnar voru haldnir 1924 og æ síðan flykkjast þangað árlega tugþúsundir ferðamanna til þess að njóta útivistar af ýmsu tagi og á öllum árstímum.

Og eins og fararstjórarnir orða það:

Frönsku Alparnir eru hið fullkomna leiksvæði fjallahjólarans. Þar er allt í boði sem hugurinn girnist. Við leitum uppi allar bestu og skemmtilegustu hjólaleiðirnar í Chamonix, t.d. Le Tour, Vallorcine, Les Houches og Saint Gervais. Það er líka mjög stutt yfir til Sviss og Ítalíu á frábær hjólasvæði og hver veit hvaða stefnu við tökum á góðum degi! .-) Dagarnir og hvert við förum ræðst af veðri og vindum hverju sinni.  Hvað sem við gerum þá verður upplifunin frábær og hrífandi í stórkostlegum fjallasal.

Við hjólum bæði auðvelda og erfiða göngustíga (singletracks) sem og tæknilega og krefjandi niðurleiðir (downhills). Oftast nýtum við okkur skíðalyfturnar til að fara uppí allt að 1000-1500m hæð. Sumsstaðar eru hins vegar langar brekkur sem tekur tíma að hjóla upp og annars staðar þarf að ganga upp eða niður með hjólið á bakinu. Eitt er víst að niðurleiðin er hreinn draumur að hjóla! 

Þetta er fjallahjólaferð fyrir miðlungs og vana hjólara. Fulldempuð hjól eru nauðsynleg.

 

12. ágúst - Flogið með Icelandair til Genfar og þaðan ekið til fjallabæjarins Chamonix í Frakklandi.

13. - 18. ágúst - þessa daga verður farið um ýmsa mis grófa og mis bratta fjallastíga á góðum fjallahjólum. Þær Inga og Kolbrún þekkja svæðið vel og fara með hópinn um nokkrar mismunandi leiðir þessa daga

19. ágúst - flogið heim aftur frá Genf

Fararstjórarnir verða með tvo bílaleigubíla til þess að flytja hópinn að og frá flugvellinum og nota þá til þess að fara að upphafsstöðum hjólaleiða þegar þannig háttar. Aksturinn verður þannig algjörlega miðaður að þörfum hópsins hverju sinni.

Gist verður á góðu hóteli í Les Houches, hótel Les Campanules http://www.hotel-campanules.com/en/  - það er vissulega ekki nema tveggja stjörnu hótel, en aðbúnaður og þjónusta eru langt umfram þá skilgreiningu, og það er aðalatriðið!

Legend hjólaleigan mun leigja þátttakendum góð fjallahjól til að nota í ferðinni (ekki innifalið í verði ferðarinnar) http://legend-chamonix.com/bike-rental-chamonix/

 

Verð kr. 329.900,- á mann í tveggja manna herbergi / 359.900,- á mann í eins manns herbergi

Innifalið: Flug / gisting / hálft fæði (morgunverðir og kvöldverðir) / allur akstur / 2 fararstjórar

Ekki innifalið: Hjólaleiga / hádegisverðir / drykkir með kvöldverðum / annað það sem ekki er talið upp í "innifalið"

| More