Á slóđum Dracula greifa - hjólaferđ um Transilvaníu í Rúmeníu 17. - 24. september 2017
TRANS - UPPSELT   Á SLÓÐUM DRACULA GREIFA - HJÓLAFERÐ
8 dagar / 7 nætur
Lágmarks fjöldi 10 manns, hámark 14
Fararstjóri Brandur Jón Guðjónsson

UPPSELT ER Í ÞESSA FERÐ...

Prentvæna útgáfu af upplýsingum um þessa ferð má fá hér

Rúmenía er í suðausturhluta Evrópu og á aðild bæði að Evrópusambandinu og NATO og telst eitt öruggasta land Evrópu vegna þess hversu lág glæpatíðni er þar.

Transilvania er stórt hérað í mið- og norðvesturhluta landsins og þar búa rúmlega 7 milljónir af um 20 milljónum íbúa Rúmeníu.

Héraðið er ríkt af ýmsum náttúrulegum gæðum og þar er mikil námuvinnsla ýmissa tegunda, en ekki síður er þar blómlegur landbúnaður auk þess sem að ferðaþjónusta er sí stækkandi atvinnugrein þar sem annarsstaðar í landinu. Farið verður um Transilvaniu sléttuna í þessari ferð og bæði um strjálbýlli hluta héraðsins, um sveitir og bæi og þorp til þess að skoða fallega og fjölbreytta náttúru og eldri og yngri mannvirki, en einnig komið inn í borgir til þess kynnast þeim hlutanum líka.

TRANSILVANIA_RUMENIA

Vænta má lofthita um 15-25°C yfir daginn þó svo að lægri hitatölur sjáist væntanlega bæði kvölds og morgna.

Dagleiðirnar eru 20 – 60 km og teljast léttar til miðlungs erfiðar. 

Innlendur leiðsögumaður er með hópnum allan tímann.

Gist á hótelum og gistihúsum og farangur fluttur með bíl á milli gististaðanna.

Hámarks fjöldi er 14 manns.

Ferðaáætlun:

Dagur 1 - sunnudagur, 17. september

Rúmenía - Transilvania

Til að komast til Rúmeníu þarf að millilenda vestar í Evrópu. Í beinu framhaldi af lendingu í Búkarest verður farið yfir til Transilvaniu og gist þar.

Dagar 2-7 - mánudagur, 18. - laugardags, 23. september

Á slóðum Dracula greifa

Þessa daga verður farið um hluta héraðsins en á sama tíma skoðaður ákveðinn þverskurður af því. Farið um fallegar sveitir og  inn í borgir og bæi til þess að kynnast landslagi og menningu, klaustrum, kirkjum og kotbýlum og öllu þar á milli. Eitt af því sem að skoðað verður er fæðingarstaður eins frægasta sonar héraðsins, Dracula greifa, en einnig farið um eina helstu menningarborg svæðisins, Sibiu.

Dagur 8 - sunnudagur, 24. september

Heim á leið

Þessi dagur fer að mestu í að koma sér heim á leið aftur, frá Búkarest til Íslands með millilendingu...

 

Þjónusta & verð

Innifalið

í verði ferðar:

Flug

17.09.2017:Keflavík – Búkarest með millilendingu

24.09.2017: Búkarest – Keflavík með millilendingu 

Vinsaml. athugið að flugtímar koma síðar.

Gisting

 7 nætur á mismunandi gististöðum eftir dagská ferðarinnar

Matur

 Morgunverður:

 Innifalið alla dagana

 Hádegisverður:

 Ekki innifalið

 Kvöldverður:

 Innifalið – alla dagana

Ferðir / flutningar

Allur akstur sem þarf til að fylla inn í áætlun ferðar.

 

Reiðhjól

 Leiga á fjallahjólum innifalin í verði

Fararstjórn 

 Brandur Jón Guðjónsson

 Fundur með fararstjóra fyrir ferðina.

Ekki innifalið:

Drykkir með kvöldmat

Aðgangseyrir á söfn o.þ.h.

Annað það sem ekki er talið upp í „innifalið”

 

Verð:

 Verð á mann í tveggja manna herbergi

 249.900,- staðgreitt

 Verð á mann í eins manns herbergi

 279.900,- staðgreitt

Greiðslur og gjalddagar:

Staðfestingargjald:

Staðfestingargjald ISK 75.000 þarf að greiða innan 7 daga frá pöntun. Athugið að staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt ef til afbókunar af hálfu viðskiptavinar kemur.

Lokagreiðsla:

Til að staðgreiðsluverð gildi þarf að greiða ferð að fullu í síðasta lagi 8 vikum fyrir brottför, annars hækkar verð um 5%.

Ábendingar:

Lágmarks þátttaka er 10 manns. Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg og mun þá endurgreiða að fullu. 

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir er aðili að SAF (Samtök ferðaþjónustunnar, sjá www.saf.is) og því gilda almennir skilmálar samtakanna um allar ferðir ferðaskrifstofunnar, auk þess sem viðkomandi flugfélag getur verið með sína skilmála til viðbótar.

 

         

 

Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9500 eða sendið fyrirspurn á info@explorer.is

Farþegar  í ferðum Íslandsvina fá sérkjör í útivistarvöruverslunum  „Fjallakofans“ í Hafnarfirði og Reykjavík. 

| More