Um dali vestur - og út og suđur... 4. - 13. sept. 2018
Spittal - Riva

Um dali vestur - og út og suður...

Hjólað frá Spittal an der Drau í Austurríki til Riva del Garda á Ítalíu

10 dagar / 9 nætur
Lágmarks fjöldi 8 manns, hámark 14
Fararstjóri Brandur Jón Guðjónsson / aðstoðarmaður Robert Ciglar

Dagsetning: 4. - 13. september 2018

Prentvæna útgáfu af þessum upplýsingum má fá hér

Spittal - Riva 

Hjólað á sjö dögum frá Spittal an der Drau í Austurríki til Riva del Garda á Ítalíu um fallega dali á milli Alpanna í norðri og Dólómítafjallanna í suðri. Í dölunum eru búsældarlegar sveitir, þorp, bæir og borgir, og allan tímann blasa við háir og tignarlegir tindar Dólómítanna sunnan og síðan austan við, auk þess sem Alpalandslagið norðan og vestan við svíkur engan!

Spittal - Riva

Fyrstu tvo dagana er verið í Austurríki og farið upp í skarð að landamærum Ítalíu, en þeim megin liggur leiðin síðan niður í móti aftur, fyrst í vestur, en síðan í suður, og ferðinni lýkur við Gardavatnið í Ítalíu.

Spittal - Riva

Nánast allan tímann er verið á bundnu slitlagi á góðum hjólastígum, en einstaka sinnum á umferðarlitlum götum eða malarstígum.

Gist verður á góðum tveggja, þriggja og fjögurra stjörnu gistihúsum og hótelum, vel staðsettum í námunda við hjólaleiðina.

Spittal - Riva

Allan tímann verður farið um á þægilegum hraða til þess að njóta þess sem fyrir augu ber, og reglulega stoppað til þess að skoða áhugaverða staði, byggingar o.þ.h.

Spittal - Riva

Bíll með kerru fylgir hópnum meira og minna allan tímann og hann verður notaður til þess að ferja farangur á milli hótelanna. Bílstjórinn hjálpar einnig til við hjólin ef þarf, eða hvað annað sem að uppá getur komið í ferðinni. Þetta bíður einnig upp á þann möguleika að hvíla hluta dagleiðar ef áhugi er fyrir hendi.

Spittal - Riva

 

Verið verður á góðum fjallahjólum sem henta vel til þessarar ferðar. Í boði er að leigja rafhjól fyrir þau sem að það vilja (aukagjald).

 

 Spittal - Riva

Lágmarks fjöldi 8 manns, hámark 14.

Fararstjóri Brandur Jón Guðjónsson / aðstoðarmaður Robert Ciglar

Spittal - Riva

Farið verður eftir Drau dalnum frá bænum Spittal an der Drau í Austurríki upp og vestur til Lienz, en um hann rennur áin Drau (Drava) í austur og fer út í Dóná og Svartahaf. Í vestur frá Lienz tekur við Puster dalurinn (Pustertal á þýsku/Val Pusteria á Ítölsku) og landamæri Ítalíu og Austurríkis eru austarlega í þeim dal. Inn í hann kemur áin Rienza (Ahr) úr norðri og henni verður síðan fylgt að mestu í vestur og síðan suður til Bressanone (Brixen) þar sem að hún kemur saman við ána Isarco (Eisack) og ber nafn hennar eftir það um skeið. Það er síðan sunnan við Bolzano (Bozen) sem að hún kemur saman við Adige (Etsch) og ber það nafn allt til sjávar í Adriahafinu, rétt sunnan við Feneyjar. Hér verður aftur á móti farið frá Adige rétt sunnan við Rovereto og farið þaðan (hjá Mori) vestur að Garda vatninu.

Spittal - Riva

Dólómítafjöllin er sérstakur fjallgarður á Ítalíu og þau eru þekkt fyrir sína ótalmörgu tignarlegu tinda sem að gnæfa yfir byggðinni í dölunum fyrir neðan.

sp

Hjólað verður um hluta af þessum héruðum:

  • Austurríki
    • Kärnten
    • Austur- Tíról (Osttirol)
  • Ítalía
    • Suður- Tíról (Alto Adige (ítalska)/ Südtirol (þýska))
    • Trentino

Spittal - Riva

Ferðaáætlun:

Dagur 1 - þriðjudagur, 4. september

Munchen – Spittal an der Drau

Flogið með Icelandair til Munchen kl 07:20 - áætluð lending 13:05 og við tekur u.þ.b. fjögurra klst. akstur til Spittal an der Drau. Eftir innskráningu á hótelið verðu farið í að prófa hjólin, stilla hnakkhæðir o.s.frv. til þess að hafa þau tilbúin þegar hjólaferðin hefst næsta morgun. – Hótel Ertl, Spittal 4**** http://www.hotel-ertl.at/en

Dagur 2 - miðvikudagur, 5. september

Spittal (560 m.y.s.) – Lienz (673 m.y.s.)

Leiðin inn eftir Drau dalnum og upp til Lienz er örlítið á fótinn, en þar sem að hún er það löng og fáar mishæðir þá verður fólk mjög lítið vart við hækkunina (uþb. 110 m á 75 km). Aðallega liggur hún sunnan megin í dalnum þannig að staðarleg og falleg byggðin norðan megin blasir fallega við. Að sjálfsögðu verður stoppað reglulega til þess að líta í kringum sig, fá sér næringu og njóta útsýnisins  – heildar dagleiðin u.þ.b. 75 km (Í boði er að byrja í Altenmarkt og þá styttist leiðin um u.þ.b. 13 km) – Dolomiten Hotel, Lienz 3*** http://www.dolomitenhotel.at/en/hotel.html

Spittal - Riva

 

Spittal - Riva

Dagur 3 - fimmtudagur, 6. september

Lienz (673 m.y.s.) – Sillian (1.103 m.y.s.)

Í upphafi dags verður farið í smá útúrdúr til Dölsach til þess að skoða Aguntum, rústir byggðar frá dögum Rómverja. Nær hádeginu verður komið aftur til Lienz og þar verður hádegishressingin tekin, og jafnvel kíkt inn í eitt eða tvö hús þar áður en lagt verður af stað í áttina til Sillian. Þar á milli eru aðeins 35 km en þar er mesta, og nánast eina alvöru, hækkun ferðarinnar tekin í nokkrum þrepum – heildar dagleiðin u.þ.b. 50 km – Hotel Bergland, Sillian 3*** http://www.bergland.info/

Spittal - Riva

Dagur 4 - föstudagur, 7. september

Sillian (1.103 m.y.s.) – Chienes (801 m.y.s.)

Þó að farið sé yfir landamæri Austurríkis og Ítalíu fljótlega eftir að lagt er af stað verður enginn var við þau, hvorki formlega né í landslagi, húsagerð og öðru. Munurinn liggur helst í því að nú fer að halla vesturaf og Ítölsk staðarheiti bætast við þau sem eru á þýsku, en þó mætti kannski segja að landslagið verði ennþá fjölbreyttara og fallegra! M.a. verður stoppað í notalegum miðbænum í Villabassa (Niederdorf) og einnig rölt upp að kastalanum í Brunico (Bruneck) – dagleiðin u.þ.b. 65 km – Gasthof Albergo Obermair, Chienes (Kiens) 2**  https://www.gasthof-obermair.it/english/

Spittal - Riva

 

Spittal - Riva

Dagur 5 - laugardagur, 8. september

Chienes (801 m.y.s.) – Chiusa (523 m.y.s.)

Ýmislegt fjölbreytt og fallegt ber fyrir augu á þessari dagleið, eins og hinum fyrri. M.a. verður stoppað við aldagamalt virki sem var toll-hlið inn í Puster dalinn norðan við, kaffistopp tekið í Rio di Pusteria (Muhlbacher), hjólað undir veggjum Forte di Fortezza virkisins, en síðan tekið gott stopp í bænum Bressanone (Brixen). Þar eru fallegir garðar og byggingar sem gaman er að rölta um og skoða. Þaðan er stutt til Chiusa (Klausen) þar sem gist verður næstu nótt – dagleiðin u.þ.b. 50 km – Hotel Goldener Adler, Chiusa (Klausen) 4**** https://www.goldeneradler.it/en/

Spittal - Riva

Dagur 6 - sunnudagur, 9. september

Chiusa (523 m.y.s.) – Laghetti (213 m.y.s.)

Miðja vega á þessari dagleið er Bolzano (Bozen), höfuðborg Suður- Tíról héraðsins og þar verður hjólað inn á aðaltorg borgarinnar og tekið gott stopp til þess að skoða sig um, næra sig o.s.frv. Þar sunnanvið renna saman árnar Isarco (Eisack), sem búið er að fylgja næstu daga á undan, og Adige (Etsch), sem kemur úr norð-vestri, en sameinuð áin ber það nafn allt til sjávar í Adria hafinu, skammt fyrir sunnan Feneyjar.  – Dagleiðin u.þ.b. 60 km – Albergo Dolomiten, Laghetti 2** http://pensiondolomiten.it/de/  

Spittal - Riva

 

Spittal - Riva

Dagur 7 - mánudagur, 10. september

Laghetti (213 m.y.s.) – Calliano (187 m.y.s.)

Nú verður rúllað létta og slétta leið suður með Adige, ýmist austan- eða vestan megin árinnar, meðfram ávaxta- og vínekrum. Í Trento, höfuðborg Trentino héraðsins verður stoppað til þess að skoða miðbæinn, en dagleiðinni lýkur í bænum Calliano, en Beseno kastalinn blasir við á hæð fyrir ofan bæinn – dagleiðin u.þ.b. 60 km – Villaggio hotel Aquila, Calliano 3*** http://www.villaggiohotelaquila.com/

Spittal - Riva

 

Spittal - Riva

Dagur 8 - þriðjudagur, 11. september

Calliano (187 m.y.s.) – Riva del Garda (70 m.y.s.)

Frá Calliano er farið framhjá Rovereto og vestur yfir Adige við bæinn Mori, en þaðan er u.þ.b. 20 km leið vestur til Riva del Garda, sem stendur við norðurenda Gardavatnsins. Leiðin þar á milli er mjög falleg og á góðum stað verður sögð saga um ótrúlegt hernaðarafrek unnið fyrir nokkur hundruð árum síðan – dagleiðin u.þ.b. 35 km – Hotel Bellavista, Riva del Garda 3*** http://www.bellavistariva.it/

Spittal - Riva

Dagur 9 - miðvikudagur, 12. september

Rólegheit í Riva

Riva del Garda er notalegur staður að dvelja á og þennan dag verður rölt á bestu ísbúð bæjarins sem bíður uppá ótrúlegt úrval girnilegra ísrétta, setið í rólegheitum á kaffihúsum, farið á sólbaðsströndina, kíkt í búðir, en þó fyrst og fremst slappað af! Síðasta kvöldmáltíð ferðarinnar verður síðan tekin á einu besta veitingahúsi bæjarins...

Spittal - Riva

Dagur 10 - fimmtudagur, 13. september

Til Munchen og þaðan heim...

Lagt verður af stað frá Riva snemma morguns til Munchen flugvallar þaðan sem heimflugið verður kl 14:05, áætluð lending í Keflavík kl. 16:00

Þjónusta & verð

Innifalið

í verði ferðar:

Flug og flugvalla- skattar

04.09.2018: Flug FI 532 Keflavík – Munchen, brottför 07:20 lending 13:05

13.09.2018: Flug FI 533 Munchen – Keflavík, brottför 14:05 lending 16:00  

Vinsaml. athugið að flugtímar geta breyst.

Gisting

 9 nætur á 2**, 3*** og 4**** gistihúsum og hótelum, eina nótt á hverjum stað, nema í Riva del Garda þar sem dvalið verður tvær nætur

Matur

Morgunverðir

Innifaldir

Kvöldverðir

Innifaldir 7 kvöldverðir

Ferðir / flutningar

Akstur frá Munchen flugvelli til Spittal í upphafi ferðar og frá Riva til Munchen flugvallar í lok ferðar / Flutningur á farangri (hámark 1 taska á mann) milli hótela

Önnur þjónusta

Bíll með kerru fylgir hópnum allan tímann, og ökumaðurinn sér um að flytja farangurinn á milli hótela, aðstoðar með hjólin ef þarf, og hvað annað sem uppá getur komið. Eins er í boði að fara kafla og kafla með bílnum til þess að hvíla, ef þarf.

Leiga á góðum hjólum innifalin

Fararstjórn

Brandur Jón Guðjónsson / Fundur með fararstjóra fyrir ferðina - Ökumaður og aðstoð Robert Ciglar

Ekki innifalið:

Hádegishressing

Drykkir með kvöldmat

Aðgangseyrir á söfn o.þ.h.

Rafhjól, kr. 15.000 aukalega

Annað það sem ekki er talið upp í „innifalið”

Verð:

Verð á mann í tveggja manna herbergi

299.900,- staðgreitt

Verð á mann í eins manns herbergi

339.900,- staðgreitt

Greiðslur og gjalddagar:

Staðfestingargjald:

Staðfestingargjald ISK 75.000 þarf að greiða innan 7 daga frá pöntun. Athugið að staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt ef til afbókunar af hálfu viðskiptavinar kemur.

Lokagreiðsla:

Til að staðgreiðsluverð gildi þarf að greiða ferð að fullu í síðasta lagi 8 vikum fyrir brottför, annars hækkar verð um 5%.

Ábendingar:

Lágmarks þátttaka er 8 manns. Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg og mun þá endurgreiða að fullu. 

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir er aðili að SAF (Samtök ferðaþjónustunnar, sjá www.saf.is) og því gilda almennir skilmálar samtakanna um allar ferðir ferðaskrifstofunnar, auk þess sem viðkomandi flugfélag getur verið með sína skilmála til viðbótar.

       


Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9500 eða sendið fyrirspurn á info@explorer.is

Farþegar  í ferðum Íslandsvina fá sérkjör í útivistarvöruverslunum  „Fjallakofans“ í Hafnarfirði og Reykjavík.

| More