Út og suđur á Mallorca 3. - 10. júní 2017

Götuhjólaferð þar sem að reynsluboltarnir Inga Dagmar Karlsdóttir og Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir leiða hópinn í hörkuskemmtilega ferð um þessa sólríku eyju!

Rúmlega 300 sólardagar á ári og meðalhiti fyrripartinn í júní um 18-19°C (vænta má hita yfir daginn um 25-28°C) gera Mallorca að afskaplega þægilegu svæði til útvistar og þangað sækja, auk sólþyrstra strandargesta, mikill fjöldi fólks til æfinga, ekki síst hjólafólk.

Og það er vissulega yndilegt að bruna út og suður á góðu hjóli í sól og sumaryl, inn til lands og út til stranda, leidd(ur) áfram af góðum fararstjórum sem þekkja vel til svæðisins.

Eða eins og þær segja sjálfar:

Mallorca er engu öðru lík og einstakt að njóta útiverunnar þar á hjólinu og stoppa í kaffi í litlu þorpunum í góðum félagsskap. Eyjan hefur allt sem þarf fyrir góða hjólaferð, stórar sléttur og krefjandi brekkur.

Dagleiðirnar verða mjög fjölbreyttar og engir tveir dagar eins, en eitt er víst og það er að við fáum að njóta fegurðarinnar á eyjunni, finna volgan vindinn í andlitið og hendum okkur svo í sjóinn þar á milli.

 

3. júní - Flogið til Mallorca með millilendingu í Norður-Evrópu 

4. - 9. júní - Farið vít og breytt um þessa útivistar- og sólskins paradís sem að Mallorca er og dagarnir nýttir til hins ítrasta til þess að bruna út og suður í sól og sumaryl.

10. júní - Heimflug, með millilendingu í Norður- Evrópu.

Verð kr. 269.900 á mann í tveggja manna herbergi / kr. 319.900 á mann í eins manns herbergi

Innifalið: Flug og flugvallaskattar alla leið / Akstur milli hótels og flugvallar á Mallorca í upphafi og lok ferðar / Gisting og hálft fæði (morgun- og kvöldverðir) á 4 stjörnu hóteli / Skutl með bíl á upphafstað hjólaleiða í tvígang / tveir öflugir fararstjórar sem að þjónusta hópinn allan tímann

Ekki innifalið: Hjólaleiga / drykkir með kvöldverðum / hádegisverðir / annað það sem að ekki er tekið fram í "Innifalið"

 

Í samstarfi við Dandanell hjólaleiguna:

http://dandanellbikerental.com/index.php?page=home-en

Dvalið á Hotel Marina Portals, glæsilegu 4**** hóteli:

http://www.hotelmarinaportals.com/en

| More