Hjólaferđir

Að ferðast um á reiðhjólum finnst mörgum skemmtilegur ferðamáti. Að fara í hjólaferð erlendis og upplifa öðruvísi mannlíf og nýtt umhverfi í góðu veðri á fallegum stað gerir það ennþá skemmtilegra.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir byggir á langri reynslu við skipulagningu ferða við allra hæfi og við erum fús til að aðstoða við að útbúa ykkar óskaferð, hvort heldur sem er fyrir einstaklinga eða hópa.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir býður upp á vandaðar hjólaferðir um erlendar grundir og árið 2018 verða farnar áhugaverðar ferðir til Austurríkis, Frakklands, Rúmeníu, ÍtalíuSlóveníu og Króatíu

Skoðið þetta mikla og fjölbreytta úrval hérna á heimasíðunni eða hafið samband við skrifstofu Íslandsvina í síma 510 9500 eða sendið póst á info@islandsvinir.is

 

Verðum með margar spennandi hjólaferðir árið 2018 sem koma inn á síðuna í lok október og í nóvember 2017

Ítalía 2. - 9. júní, Austurríki 23. sept. - 1. okt., Slóvenía 16. - 24. ágúst, Króatía 13. - 22. september, Rúmenía 25. ágúst - 3. september, o.fl. bæði eldri ferðir og nýjar leiðir í bland...

| More
22.12.2016
Frjálst er í fjallasal! Fjallahjólaferđ til Chamonix í Frakklandi 12.-19. ágúst 2017

Alvöru fjallahjólaferð þar sem farnar verða nokkar af þekktari fjallhjólaleiðum í og við fjallabæinn Chamonix í Frakklandi, Single track, Downhill og allur pakkinn!

Fararstjórar Inga Dagmar Karlsdóttir og Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir

| More