Skíđagöngunámskeiđ í Tékklandi 21. - 28. janúar 2018
tekkland skidagonguferd SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ Í TÉKKLANDI
8 dagar / 7 nætur
Lágmarks fjöldi 12 manns, hámark 16

Fararstjórar: Auður Kristín Ebenezersdóttir

og Óskar Jakobsson

 

Prentvæna útgáðu og nánari upplýsingar má fá hér 

Ertu að prófa skíðagöngu í fyrsta sinn eða ertu reyndur skíðagöngugarpur og langar í æfingaferð með reyndum skíðaþjálfurum? Ertu kannski að stefna á Vasa gönguna og vantar að komast á gott æfingasvæði?

Hvað af þessu sem er, þá ætti þessi ferð að henta þér!

Í Risafjöllunum í Tékklandi er fjallaþorpið Spindlerúv Mlyn, og þar, og í nágrenninu, er ein vinsælasta útivistarperla Tékklands á öllum árstímum og í mörg ár hefur ferðaskrifstofan Íslandsvinir farið þangað með hópa, bæði sumar og vetur, og nú er í annað sinn boðið upp á skíðagöngunámskeið á þessum fallega stað.

Aðstaðan er til fyrirmyndar, bæði úti og inni:

Skíðasvæðið

Í Spindlerúv Mlyn er stærsta og besta skíðasvæði Tékklands hvort sem litið er til svigskíða-, snjóbretta- eða gönguskíða-iðkunar. Fjallaþorpið Spindlerúv Mlýn er norðan við Prag í um 140km fjarlægð frá borginnix, rétt við landamæri Póllands. Þorpið er í þjóðgarði sem nefnist Krokonosk eða Risafjöllin, og stendur í 720m hæð yfir sjávarmáli. Svæðið er rómað fyrir fjölbreytt úrval af skíðabrekkum fyrir allt skíða-áhugafólk. Á svæðinu eru einnig þrír snjóbrettagarðar, þar sem árlega eru haldin stór snjóbrettamót eins og t.d. Snow Jam. Svæðið  hefur því mikið verið notað af atvinnumönnum til æfinga. Þar að auki eru frábærar gönguskíðabrautir út um allt og t.d. er hægt að ganga yfir til Póllands og til baka á sama deginum. 

Spindlerúv Mlyn skíðasvæðið skiptist í tvo megin hluta; Svatý Petr – Hromovka og Horni Misecky – Medvedin. Svatý Petr – Hromovka svæðið er með hátt í 7 kílómetra af lyftum og er hækkunin allt að 450m. Horni Misecky – Medvedin svæðið er með vel yfir 7 kílómetra af lyftum og er hækkunin á svæðinu allt að 600m. Á báðum svæðum eru fjölmargir veitingastaðir og barir í brekkunum þar sem er hægt að gæða sér á ljúffengum veitingum.

Sjá má nánar um skíðasvæðið á þessari síðu: http://www.skiarealspindl.cz/

Hótelið

Harmony Club Hotel er gott 4 stjörnu hótel miðsvæðis í bænum og stendur sjálft í um 800 m.y.s. Það er nýtískulegt og býður uppá mjög góða aðstöðu fyrir sína gesti, en hægt er að skoða það nánar á heimasíðu þeirra  www.harmonyclub.cz  . Þetta er 4 stjörnu hótel með öllu og hægt er að renna sér beint út á skíðasvæðið, en það er staðsett í Medvedin skíðabrekkunni. Góðar byrjenda- og barnabrekkur eru við hótelið þar sem m.a. er boðið upp á kennslu.

Aðstaðan á hótelinu er mjög góð; veitingastaðir, barir, lyfta, skíðageymsla, billjard, keila, innigolf, tennis, skvass og glæsileg heilsulind “wellness center” með innisundlaug, nuddpottum og mjög góðri gufubaðsaðstöðu. Farþegar Íslandsvina fá frítt í sundlaugina og heitu pottana meðan á dvöl stendur. Nettenging er í herbergjum gegn greiðslu en frítt á almenningssvæðum á hótelinu. Alla daga er kvöldverðarhlaðborð með mismunandi áherslum.

Og ekki eru kennararnir síðri:

AUDUR OG OSKAR

Auður Kristín Ebenezersdóttir

Er margfaldur íslandsmeistari í skíðagöngu og hefur kennt og þjálfað börn og fullorðna í skíðagöngu til margra ára. Er íþróttakennari og með c-stigs þjálfunargráðu í skíðagöngu. Var verkefnastjóri yfir útbreiðsluátak hjá Skíðasambandi Íslands.

 

Óskar Jakobsson

Byrjaði að æfa skíðagöngu 7 ára á Ísafirði og stundaði hana upp á fullorðins ár. Hefur þjálfað bæði börn og fullorðna á undanförnum árum ásamt því að aðstoða við uppgang skíðagöngunnar í Reykjavík með skíðagöngufélaginu Ulli. Hefur stundað hlaup í meira en 10 ár og verið þjálfari hlaupahóps Vals undanfarin ár.

 

Fyrir hádegið er farið í tækniæfingar en síðan farnar lengri leiðir eftir hádegið, og þar sem að þjálfararnir eru tveir geta þeir skipt hópnum í tvennt í hvert sinn eftir getustigi þátttakendanna þannig að allir ættu að finna sig í þessari ferð, bæði byrjendur og lengra komnir.

Þau Auður og Óskar leggja sig fram við að aðstoða hvern og einn til þess að allir þátttakendur fái sem allra mest útúr þjálfuninni og þau eru sannarlega í þessu af lífi og sál – sem skilar sér klárlega beint til þátttakendanna í betra námi sem að svo nýtist vel þegar heim er komið!

Og þannig verður þetta bæði skíðagönguskóli og skíðagönguferð saman í einni skemmtilegri upplifun!

Svo er líka hægt að nota þessa góðu aðstöðu á svæðinu til þess að smella á sig hefðbundnum svigskíðum og fara í kvöldskíðun, eða byrja eld-snemma að morgni á hressandi morgunrennsli, svona til þess að fá ennþá meira útúr ferðinni!

 

Flogið er til Prag með millilendingu í Amsterdam og farið með rútu beint til Spindlerúv Mlyn

Síðustu nóttina verður dvalið á hóteli í Prag.

 

Hámarks fjöldi er 16 manns

 

Þjónusta & verð

Innifalið

í verði ferðar:

Flug

21.01.2018: Flug frá Keflavík til Prag, með millilendingu í Amsterdam

28.01.2018: Flug frá Prag til Keflavíkur, með millilendingu í Amsterdam

Vinsaml. athugið að nánari upplýsingar um flugtíma koma síðar.

Gisting

 6 nætur á Harmony Club Hotel 4**** í Spindlerúv Mlýn

 1 nótt á hóteli í Prag

Matur

Morgunverður:

Innifalið – 7 morgunverðir

Hádegisverður:

Ekki innifalið

Kvöldverður:

Innifalið – 6 kvöldverðir (ekki síðasta kvöldið)

Ferðir

Allur akstur sem þarf til að fylla inn í áætlun ferðar.

 

Fararstjórn

Auður K. Ebenezersdóttir og Óskar Jakobsson

 

Ekki innifalið:

Drykkir með kvöldmat

Aðgangseyrir á söfn o.þ.h.

Annað það sem ekki er talið upp í „innifalið”

 

Verð:

Verð á mann í tveggja manna herbergi

234.900,- staðgreitt

Verð á mann í eins manns herbergi

259.900,- staðgreitt

Greiðslur og gjalddagar:

Staðfestingargjald:

Staðfestingargjald ISK 75.000 þarf að greiða innan 7 daga frá pöntun. Athugið að staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt ef til afbókunar af hálfu viðskiptavinar kemur.

Lokagreiðsla:

Til að staðgreiðsluverð gildi þarf að greiða ferð að fullu í síðasta lagi 6 vikum fyrir brottför, annars hækkar verð um 5%.

Ábendingar:

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð sex vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg og mun þá endurgreiða að fullu. 

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir er aðili að SAF (Samtök ferðaþjónustunnar, sjá www.saf.is) og því gilda almennir skilmálar samtakanna um allar ferðir ferðaskrifstofunnar, auk þess sem viðkomandi flugfélag getur verið með sína skilmála til viðbótar.

 

         

Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9500 eða sendið fyrirspurn á info@explorer.is

Farþegar  í ferðum Íslandsvina fá sérkjör í útivistarvöruverslunum  „Fjallakofans“ í Hafnarfirði og Reykjavík. 

| More