SkÝ­ag÷ngukeppnin Jizerska 50 Ý TÚkklandi 8. - 12. febr˙ar 2019
JIZERSKA 50 WORLDLOPPET SKÍÐAGÖNGUKEPPNIN JIZERSKA 50 Í TÉKKLANDI
5 dagar / 4 nætur
Lágmarks þátttaka 12 manns / hámark 18

Fararstjórar: Auður Kristín Ebenezersdóttir og Óskar Jakobsson


Ertu að safna keppnum í Worldloppet? Eða langar þig einfaldlega að prufa að keppa við aðrar aðstæður en hér heima? Ef svo er, hvernig væri þá að skella sér til Tékklands og taka þátt stóru helginni þeirra 8. – 10. febrúar 2019 þegar Jizerska 50 keppnin verður haldin í fimmtugasta og annað sinn? http://www.worldloppet.com/calendar_list.php?aasta=2019

JIZERSKA 50 KORT

JIZERSKA 50 KORT HAEDIR

Skíðagöngusvæðið í og við Bedrichov í nágrenni borgarinnar Liberec í Tékklandi er sívinsælt til æfinga og keppni. Jizerska 50 keppnin var fyrst haldin 1968 og hefur verið hluti af World-loppet mótaröðinni síðan árið 2000. Þátttakendafjöldi er takmarkaður við 4.800 manns.

Íslandsvinir eiga frátekin pláss fyrir hópinn sinn í þeirri tölu.

TEKKLAND KEPPNIN 2

Eins og sjá má á heimasíðu keppninnar http://www.jiz50.cz/en/  er hægt að velja um nokkrar mismunandi áskoranir aðrar en 50 km og því hentar þessi ferð fólki sem vill ferðast saman en stefnir á mis langar keppnisleiðir.

Dvalið verður á Clarion Grandhotel Zlatý Lev**** http://www.clariongrandhotelzlatylev.com/en/ , góðu og mjög vel staðsettu fjögurra stjörnu hóteli í borginni Liberec sem er skammt frá Bedrichov. Notkun á heilsulind hótelsins er innifalin í verði ferðarinnar*.

TEKKLAND CLARION HOTEL 1

TEKKLAND CLARION HOTEL 2

Hálft fæði er innifalið í verði ferðarinnar; morgunverðir á hótelinu alla morgnana og þrjá dagana verða snæddir þriggja rétta kvöldverðir þar. Síðasta kvöldið verður farið á veitingastað í sjónvarpsturni uppi á fjallinu Jested, sem blasir við ofan við borgina, og snæddur þar þjóðlegur fjögurra rétta kvöldverður https://jested.cz/en/restaurant

TEKKLAND JISTED TURNINN

Sér rúta mun þjónusta hópinn og aka honum milli hótelsins og Bedrichov að morgni og til baka aftur seinnipartinn bæði laugardaginn og sunnudaginn og því þurfa farþegar Íslandsvina ekki að nota almennings-samgöngurnar til þess að koma sér á milli staða.

Flogið verður með Icelandair í beinu flugi til Berlínar og farið þaðan með rútu til Liberec.

Hámarks fjöldi er 18 manns

Ferðaáætlun:

Dagur 1 - föstudagur, 8. febrúar:

Berlín - Liberec

Flogið með Icelandair til Tegal flugvallar í Berlín kl 07:40 - áætluð lending 12:05 og við tekur u.þ.b. fjögurra stunda akstur til Liberec. Áætluð koma inn á hótel er um kl. 17:00 – 17:30

Dagar 2 og 3 – laugardagur og sunnudagur, 9. og 10. febrúar:

Æfingar og/eða keppni

Að morgni hvors dags verður hópnum ekið frá hótelinu upp til Bedrichov (uþb. 20-40 mín. akstur) og verið þar fram eftir degi við æfingar og keppnir, eftir atvikum. Allar tímasetningar á þessum akstri verða ákveðnar af fararstjórum í takt við dagskrá hvors dags fyrir sig.

TEKKLAND KEPPNIN 3

Dagur 4 - mánudagur, 11. febrúar:

Frjáls dagur í Liberec / kvöldverður á Jisted

Frjáls dagur í Liberec til þess að slappa af eftir keppnir undanfarinna daga. Og í þessari fallegu rúmlega 100.000 manna borg er ýmislegt hægt að gera sér til dundurs, en undir kvöld verður hópnum ekið upp á fjallið Jested, en í samnefndum veitingastað í turninum á toppi fjallsins verður snædd fjögurra rétta lokamáltíð ferðarinnar.

TEKKLAND LIBEREC 1

TEKKLAND LIBEREC 2

Dagur 5 - þriðjudagur, 12. febrúar:

Berlín - Ísland

Snemma dags verður lagt af stað yfir til Berlínar og flogið þaðan kl. 13:25 til Íslands ...

Hér er tafla með dagatali, upphafstímum og skráningargjöldum mismunandi keppna Jizerska helgarinnar:

Fararstjórarnir:

Auður Kristín Ebenezersdóttir

Er margfaldur íslandsmeistari í skíðagöngu og hefur kennt og þjálfað börn og fullorðna í skíðagöngu til margra ára. Er íþróttakennari og með þjálfunargráðu í skíðagöngu. Var verkefnastjóri yfir útbreiðsluátak hjá Skíðasambandi Íslands.

Óskar Jakobsson

Byrjaði að æfa skíðagöngu 7 ára á Ísafirði og hefur stundað hana æ síðan. Hefur þjálfað bæði börn og fullorðna á undanförnum árum ásamt því að aðstoða við uppgang skíðagöngunnar í Reykjavík með skíðagöngufélaginu Ulli. Hann hefur einnig stundað hlaup í mörg ár og er nú þjálfari hlaupahóps Fjölnis.

TEKKLAND KORT

Þjónusta & verð

Innifalið

í verði ferðar: 

Flug

08.02.2019: FI 528 07:40/12:05 Flug með Icelandair frá Keflavík til Berlínar

12.02.2019: FI 529 13:25/15:50 Flug með Icelandair frá Berlín til Keflavíkur

Athugið að flugtímar geta breyst

Gisting

 4 nætur á Clarion Grandhotel Zlatý Lev **** í miðbæ Liberec

Matur

Morgunverðir

Innifalið

Kvöldverðir

Innifalið – 4 kvöldverðir (3 x þriggja rétta máltíðir á hótelinu / Síðasta kvöldið verður farið á flottan veitingastað uppi í fjalli og snæddur þjóðlegur fjögurra rétta kvöldverður)

Ferðir

Allur akstur sem þarf til að fylla inn í áætlun ferðar; að og frá flugvelli (Berlín-Liberec/Liberec-Berlín) og milli hótels og skíðasvæðis fjóra dagana (frá Liberec upp á skíðasvæðið í Bedrichov að morgni og niður á hótel seinnipartinn fimmtud., föstud., laugard., og sunnudag til æfinga og í takt við áætlanir keppnisdaganna), upp í Jested veitingastaðinn síðasta kvöldið

Annað

*Notkun á heilsulind Clarion Grandhotel í allt að þrjú skipti á mann

Fararstjórar

Auður K. Ebenezersdóttir og Óskar Jakobsson

Ekki innifalið:

Skráningargjald í keppnir (sjá verðtöflu annarsstaðar í skjalinu)

Hádegishressing

Drykkir með kvöldmat

Annað það sem ekki er talið upp í „innifalið”

Verð:

Verð á mann í tveggja manna herbergi

249.900,- staðgreitt

Verð á mann í eins manns herbergi

279.900,- staðgreitt

Greiðslur og gjalddagar:

Staðfestingargjald: 

Staðfestingargjald ISK 75.000 þarf að greiða við pöntun. Athugið að staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt ef til afbókunar af hálfu viðskiptavinar kemur.

Lokagreiðsla:

Lokagreiðslan þarf að berast í síðasta lagi föstudaginn 30. nóvember 2018

Ábendingar:

Lágmarks þátttaka er 12 manns. Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir er aðili að SAF (Samtök ferðaþjónustunnar, sjá www.saf.is) og því gilda almennir skilmálar samtakanna um allar ferðir ferðaskrifstofunnar, auk þess sem viðkomandi flugfélag getur verið með sína skilmála til viðbótar.

         


Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9500 eða sendið fyrirspurn á info@explorer.is

Farþegar  í ferðum Íslandsvina fá sérkjör í útivistarvöruverslunum  „Fjallakofans“ í Hafnarfirði og Reykjavík.

| More
23.10.2018
Njˇttu ■Ýn Ý Neukirchen - skÝ­afer­ til AusturrÝkis 26. jan˙ar - 2. febr˙ar 2019

Helmut á heimavelli!

Fararstjórinn okkar í þessari ferð, Helmut Maier, er svo sannarlega á heimavelli í þessari ferð því þó hann hafi búið á Íslandi í áratugi er hann frá Neukirchen og þekkir því svæðið og heimamenn út og inn ...

Farþegar í ferðinni okkar til Neukrichen 2018 gáfu Helmut 10 stjörnur af 5 mögulegum! Betri meðmæli getur enginn farastjóri fengið!

http://islandsvinir.is/is/ferdir/skidaferdir/njottu_thin_i_neukirchen_26._jan.__2._febr._2019/

| More