Skíđagöngunámskeiđ í Tékklandi 12.-17. febrúar 2019
SKIDAGONGUNAMSKEID BEDRICHOV GÖNGUSKÍÐANÁMSKEIÐ Í BEDRICHOV
6 dagar / 5 nætur
Lágmarks þátttaka 12 manns / hámark 18

Fararstjórar:

Auður Kristín Ebenezersdóttir og Óskar Jakobsson

Þriðja árið í röð býður ferðaskrifstofan Íslandsvinir upp á skíðagöngunámskeið í Tékklandi með þeim Auði og Óskari, og nú á nýjum og enn betri stað til gönguskíðunar – í nágrenni Bedrichov sem er í Jizera fjöllunum í norðurhluta Tékklands.

Þátttakendur í þessum námskeiðum hafa verið mjög ánægðir með útkomuna og fundist þetta frábær leið til þess að ná góðum tökum á skíðagöngunni á skömmum tíma:

Frábær og stórkostleg ferð í alla staði, toppar allt sem ég hef farið í =||= Allt upp á 10! Frábær ferð i alla staði, mæli með þessu við alla sem ég hitti =||= Þetta var mjög góð ferð og kennararnir frábærir og jákvæðir, takk fyrir mig! =||= Kennararnir voru mjög góðir, kunna sitt fag augljóslega og komu til móts við mismunandi þarfir ólíkra einstaklinga í hópnum

SKIDAGONGUNAMSKEID BEDRICHOV

Kennararnir og fararstjórarnir Óskar Jakobsson t.v. og Auður Kristín Ebenezersdóttir t.h.

Ertu að stíga á gönguskíði í fyrsta sinn eða lengra komin(n) í skíðagöngunni en langar í æfingaferð með reyndum skíðaþjálfurum til þess að fullkomna stílinn? Eða viltu einfaldlega komast „út“ í skemmtilega skíðagönguferð?

Hvað af þessu sem er, þá ætti þessi ferð að henta þér!

Aðstaðan er til fyrirmyndar, bæði úti og inni:

Skíðasvæðið

Í Bedrichov er mjög góð aðstaða til skíðagöngu og þar er m.a. árlega haldin stór alþjóðleg skíðagöngukeppni - Jizerska 50 - sem er hluti af Worldloppet keppnunum (eins og Fossavatnsgangan á Ísafirði). Þorpið sjálft er í 707 m.y.s., en göngubrautirnar eru upp í allt að uþb. 1.000 m.y.s.

https://www.czech-mountains.eu/ski-centre/bedrichov.html / http://www.skijizerky.cz/en/winter/skiarena/ski-area-bedrichov/general-information-461.htm

 

Hótelin

Fyrstu þrjár næturnar verður dvalið á Premier hotel****, litlu og notalegu fjögurra stjörnu hóteli í námunda við þorpið Bedrichov í Tékklandi http://www.hotelpremier.cz/en/o-hotelu.html

SKIDAGONGUNAMSKEID BEDRICHOV

Seinustu tvær næturnar verður síðan verið á Clarion Grandhotel Zlatý Lev**** í borginni Liberec http://www.clariongrandhotelzlatylev.com/en/, góðu og mjög vel staðsettu fjögurra stjörnu hóteli sem er einungis í um 20 mín. akstursfjarlægð frá Bedrichov.

SKIDAGONGUNAMSKEID BEDRICHOV

Og ekki eru kennararnir síðri:

Auður Kristín Ebenezersdóttir

Er margfaldur Íslandsmeistari í skíðagöngu og hefur kennt og þjálfað börn og fullorðna í skíðagöngu til margra ára. Hún er íþróttakennari og með þjálfunargráðu í skíðagöngu og var verkefnastjóri yfir útbreiðsluátak hjá Skíðasambandi Íslands.

Óskar Jakobsson

Byrjaði að æfa skíðagöngu 7 ára á Ísafirði og hefur stundað hana æ síðan. Hann hefur þjálfað bæði börn og fullorðna á undanförnum árum ásamt því að aðstoða við uppgang skíðagöngunnar í Reykjavík með skíðagöngufélaginu Ulli. Hann hefur einnig stundað hlaup í mörg ár og er nú þjálfari hlaupahóps Fjölnis.

 

Fyrir hádegið er farið í tækniæfingar en síðan farnar lengri leiðir eftir hádegið í takt við aðstæður, og þar sem að þjálfararnir eru tveir skipta þeir hópnum í tvennt í hvert sinn eftir getustigi þátttakendanna þannig að allir ættu að finna sig í þessari ferð, bæði byrjendur og lengra komnir.

SKIDAGONGUNAMSKEID BEDRICHOV

Og þannig verður þetta bæði skíðagönguskóli og skíðagönguferð saman í einni skemmtilegri upplifun!

Flogið verður í beinu flugi til Berlínar og farið þaðan með rútu til Bedrichov.

Síðustu tvær næturnar verður dvalið á góðu á hóteli í borginni Liberec.

Hámarks fjöldi er 18 manns

 

Ferðaáætlun:

Dagur 1 - þriðjudagur, 12. febrúar:

Berlín – Liberec - Bedrichov

Flogið með Icelandair til Tegel flugvallar í Berlín kl 07:40 - áætluð lending 12:05 og við tekur u.þ.b. fjögurra stunda akstur til Liberec og þaðan er uþb. 20 mínútna akstur til Bedrichov. Áætluð koma inn á hótel er um kl. 17:30 – 18:00

SKIDAGONGUNAMSKEID BEDRICHOV

Dagar 2 til 4 – miðvikudagur til föstudags, 13. til 15. febrúar:

Skíðagöngunámskeið í Bedrichov

Þessir dagar fara í góðar skíðagönguæfingar fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Tveir reynslumiklir leiðbeinendur kenna hópnum ýmist saman eða skipta honum upp eftir aðstæðum og getu og því ættu allir að fá sem mest út úr námskeiðinu, óháð kunnáttu í upphafi.

Seinnipart föstudagsins verður farið yfir til borgarinnar Liberec og inn á hótel þar.

Dagur 5 – laugardagur, 16. febrúar:

Ljúfa Liberec

Liberec er lítil og falleg borg norðarlega í Tékklandi. Þetta verður frjáls dagur sem hægt er að nýta til þess að rölta um borgina, kíkja á byggingar og söfn, versla, t.d. í einhverri af verslununum í Forum verslunarmiðstöðinni, og fá sér næringu og kaffisopa á notalegu kaffihúsi eða veitingastað – Eða einfaldlega fara upp til Bedrichov aftur og ganga aðeins meira!

SKIDAGONGUNAMSKEID BEDRICHOV

Í lok dagsins verður síðan farið á veitingastaðinn í Jisted turninum sem er á góðum útsýnisstað yfir borgina og nágrennið.

SKIDAGONGUNAMSKEID BEDRICHOV

Dagur 6 – sunnudagur, 17. febrúar:

Heim á leið

Snemma morguns þarf að leggja af stað upp til Berlínar til þess að ná tímanlega inn á flugvöllinn ...

 

Þjónusta & verð

Innifalið

í verði ferðar: 

Flug og flugvalla-skattar

12.02.2019: Flogið með Icelandair frá Keflavík til Berlínar FI 528 kl. 07:40, áætluð lending kl. 12:05                   

17.02.2019: Flug með Icelandair frá Berlín til Keflavíkur FI 529 kl. 13:05, áætluð lending kl. 15:40

 Athugið að flugtímar geta breyst

Gisting

3 nætur á Hotel Premier 4**** í Bedrichov

2 nætur á Clarion Grandhotel Zlatý Lev 4**** í Liberec

Matur

Morgunverður:

Innifalið – 5 morgunverðir

Hádegisverður:

Ekki innifalið

Kvöldverður:

Innifalið – 4 kvöldverðir á hótelunum og lokamáltíð ferðarinnar á veitingastaðnum í Jested turninum á samnefndu fjalli

Ferðir

Allur akstur sem þarf til að fylla inn í áætlun ferðar

 

Fararstjórar og kennarar

Auður K. Ebenezersdóttir og Óskar Jakobsson

 

Ekki innifalið:

Drykkir með kvöldmat

Aðgangseyrir á söfn o.þ.h.

Annað það sem ekki er talið upp í „innifalið”

 

Verð:

Verð á mann í tveggja manna herbergi

209.900,- staðgreitt

Verð á mann í eins manns herbergi

239.900,- staðgreitt

Greiðslur og gjalddagar:

Staðfestingargjald: 

Staðfestingargjald ISK 75.000 þarf að greiða innan viku frá pöntun. Athugið að staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt ef til afbókunar af hálfu viðskiptavinar kemur.

Lokagreiðsla:

Lokagreiðslan þarf að berast í síðasta lagi föstudaginn 7. desember 2018

Ábendingar:

Lágmarks þátttaka er 12 manns. Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir er aðili að SAF (Samtök ferðaþjónustunnar, sjá www.saf.is) og því gilda almennir skilmálar samtakanna um allar ferðir ferðaskrifstofunnar, auk þess sem viðkomandi flugfélag getur verið með sína skilmála til viðbótar.

         

Prentvæna útgáfu af þessum upplýsingum má fá hér

Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9500 eða sendið fyrirspurn á info@explorer.is

Farþegar  í ferðum Íslandsvina fá sérkjör í útivistarvöruverslunum  „Fjallakofans“ í Hafnarfirði og Reykjavík.

| More