Ítalía - Mótordalurinn og ofur-sportbílar 16. - 21. okt. 2018
MOTORDALURINN

  MÓTORDALURINN OG ÍTALSKIR OFUR- SPORTBÍLAR

6 dagar / 5 nætur
Lágmarks fjöldi 15 manns, hámark 25
Fararstjóri Brandur Jón Guðjónsson


Ítalía er af bílaáhugafólki m.a. þekkt fyrir að þar eru framleidd nokkur af þekktustu lúxusofursportbílamerkjum heims, og á tiltölulega afmörkuðu svæði í nágrenni borgarinnar Modena í héraðinu Emilia-Romagna er svæði sem kallast „Mótor-Dalurinn“ vegna þess hversu mörg slík fyrirtæki, bílasöfn og reynsluaksturssvæði eru þar.

MOTORDALURINN

Þangað verður farið til þess að skoða á þremur dögum bæði söfn og verksmiðjur og farið í heimsókn til Ducati vélhjólaframleiðandans og síðan Lamborghini, Maserati og Ferrari sportbílaframleiðendanna, auk þess sem kíkt verður á nokkur mjög sérstök bílasöfn – og rúsínan í pylsuendanum verður síðan möguleikinn á að fara í ökuhermi til þess að prufuaka Ferrari Formula 1 bíl, og þeim sem það vilja stendur til boða að kaupa sér prufuakstur á ofur-sportbíl, ef áhugi er fyrir hendi á því að aka ósviknum Ferrari á reynsluakstursbraut!

ferrari

Síðasta daginn verður svo farið til Mílanó þar sem þátttakendur geta rölt um og skoðað - og verslað - í þessari höfuðborg Ítalskrar hátísku!

Mjög mikið innifalið í verði ferðarinnar!

Lágmarks fjöldi 15 manns

 

ducati

ferrari

lamborghini

maserati

Ferðaáætlun:

Dagur 1 - þriðjudagur, 16. október:

Ísland - Ítalía

Flogið með Icelandair frá Keflavík til Kaupmannahafnar og þaðan áfram með SAS til Bologna á Ítalíu. Frá flugvellinum er stutt yfir á hótel þar sem snæddur verður kvöldverður.

Dagur 2 - miðvikudagur , 17. október:

Ducati – Lamborghini

 ducati

Að loknum morgunverði verður farið til „Borgo Panigale“ og farið í heimsókn á safn og verksmiðju Ducati Motors til þess að kynnast 90 ára sögu þess fyrirtækis, sem er frægt fyrir stílhrein mótorhjól, góðan árangur og rannsóknir í leit að fullkomnun. Hægt er að fylgjast með hvernig alvöru Ducati hjól verður til.

lamborghini

Síðdegis verður svo farið í heimsókn á Lamborghini safnið og verksmiðjuna í Sant'Agata Bolognese. Stofnandinn, Ferruccio Lamborghini, ól með sér þann draum að gera hið fullkomna bíl. Hvort það tókst látum við öðrum eftir að ákveða, en ljóst er að í dag er þetta eitt eftirsóttasta ofur-sportbílamerki heims!

Dagur 3 - fimmtudagur, 18. október:

Maserati

maserati

Um morguninn verður farið í heimsókn á Museo Panini nálægt Modena, þar sem sýndir eru einstakir safngripir Umberto Panini, með stóru safni af eðalvögnum, aðallega Maserati, hluti þess er tileinkaður mótorhjólum og síðan er þar óvenjulegt en heillandi safn af gömlum dráttarvélum. Þetta einkasafn er til húsa á sveitabænum "Hombre", en þar eru framleiddir lífrænir Parmigiano Reggiano DOP ostar þannig að eftir safnskoðunina verður boðið upp á ostasmökkun.

Að loknu hádegishléinu verður farið í heimsókn til Maserati í Modena þar sem kíkt verður inn í verksmiðjuna, sýningarsalinn og Maserati verslunina, þar sem hægt verður að dást að bílum sem eru í framleiðslu, versla minjagripi o.fl.

Dagur 4 - föstudagur, 19. október:

Ferrari

ferrari 1

Þessi dagur hefst á því að skoða heimasafn Enzo Ferrari, þar sem m.a. fæðingarstaður hans og verkstæði föður hans leika stórt hlutverk, en þarna eru líka sýndar ýmsar útgáfur af Ferrari í sérstöku safnhúsi þar sem guli liturinn sem hann valdi sem bakgrunn undir prjónandi hestinn í merki bílanna sinna spilar skemmtilegt hlutverk. Auk bíla er með margmiðlunarefni sýndar ýmsar myndir úr lífi Enzo Ferrari til þess að kynna einstaklinginn sjálfan, og sem ökuþór og bifreiðasmið stóran hluta úr 20 öldinni (f.1898-d.1988).

Gestir safnsins eiga að upplifa spennandi lífsstarf sem byggðist á miklum áskorunum og ríkri ástríðu fyrir hraða, til þess að þekkja betur goðsögnina sjálfa; Enzo Ferrari.

ferrari 5

Eftir hádegishléið verður haldið til Maranello til þess að kynnast enn betur goðsögninni um "Rauðu bílana" því þar var árið 1943 stofnaður einn virtasti bílaframleiðandi í heimi; - Ferrari - tákn um hátækni, hraða og nýsköpun. Þar er hið eiginlega Ferrari bílasafn sem nýlega var algjörlega endurnýjað og er nú með fleiri sýningarsali, þar sem  að bæði má sjá fortíðina í framleiðslu þeirra, en ekki síður það sem nýjast er hjá þeim í dag, auk þess sem Formúlu 1 sögu fyrirtækisins eru líka gerð góð skil. Þarna er líka möguleiki á að reyna fyrir sér sem Formula 1 bílstjóri um borð í ökuhermi (greiðist sérstaklega - ekki innifalið í verði ferðarinnar). Áður en degi líkur verður líka í boði, gegn greiðslu, að fá að prufuaka „venjulegum“ Ferrari á reynsluaksturs-braut. Ef áhugi á slíku verður það mikill að ekki náist að klára þann dag verður það fært yfir á laugardagsmorguninn líka.

ferrari 458

Dagur 5 - laugardagur, 20. október:

Mílanó

Nú verður ekið yfir til Mílanó, stærstu borgar Norður-Ítalíu og höfuðborgar Ítalskrar hátísku. Frjáls tími seinnipartinn til þess að skoða miðborgina með stóru dómkirkjuna, La Scala óperuna og endalausrar raðið af verslunum af ýmsu tagi. Deginum lýkur með góðum kvöldverði á veitingastað í borginni áður en ekið verður yfir á hótel í nágrenni Malpensa flugvallarins.

Dagur 6 - sunnudagur, 21. október:

Heim á leið ...

milano domkirkjan

Fyrir fyrsta hanagal þarf að fara út á Malpensa flugvöll til þess að ná í fyrra flug dagsins sem fer yfir til Amsterdam, og  þaðan verður svo haldið áfram til Íslands uppúr hádeginu og áætluð lending þar er kl. 15:05

Þjónusta & verð

Innifalið

í verði ferðar:

Flug

16.10.2018:

Flug FI 204 Keflavík-Kaupmannahöfn, brottför 07:45 lending 12:55

Flug SK2685 Kaupmannahöfn-Bologna, brottför 17:30 lending 19:30

21.10.2018:

Flug KL1628 Malpensa-Amsterdam, brottför 06:40 lending 08:35

Flug FI 507 Amsterdam-Keflavík, brottför 14:00 lending 15:05  

Vinsaml. athugið að flugtímar geta breyst.

Gisting

 5 nætur á fjögurra stjörnu hótelum í takt við áætlun ferðarinnar

Matur

Morgunverður:

Innifalið – 4 morgunverðir (ekki í Malpensa síðasta morguninn vegna tímasetningar flugsins)

Hádegisverður:

Ekki innifalið

Kvöldverður:

Innifalið – 5 kvöldverðir (fjórir á hótelum og einn á veitingastað í Mílanó)

Ferðir

Allur akstur sem þarf til að fylla inn í áætlun ferðar.

 

Annað

Heimsóknir samkvæmt dagskrá upptalinni annarsstaðar í þessu skjali og aðgangseyrir á eftirtalda staði: Ducati verksmiðja og safn; Lamborghini verksmiðja og safn; Panini safnið; Maranello safnið, Ferrari safnið ...

Fararstjórn

Brandur Jón Guðjónsson 

Enskumælandi leiðsögumaður verður með hópnum allan tímann

Ekki innifalið:

Prufa á Ferrari Formula 1 ökuhermi og Ferrari reynsluakstur á braut ...

Drykkir með kvöldmat

Þjórfé

Annað það sem ekki er talið upp í „innifalið”

 

Verð:

Verð á mann í tveggja manna herbergi

259.900,- staðgreitt

Verð á mann í eins manns herbergi

289.900,- staðgreitt

Greiðslur og gjalddagar:

Staðfestingargjald:

Staðfestingargjald ISK 75.000 þarf að greiða innan 7 daga frá pöntun. Athugið að staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt ef til afbókunar af hálfu viðskiptavinar kemur.

Lokagreiðsla:

Til að staðgreiðsluverð gildi þarf að greiða ferð að fullu í síðasta lagi 8 vikum fyrir brottför, annars hækkar verð um 5%.

Ábendingar:

Lágmarks þátttaka er 15 manns. Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg og mun þá endurgreiða að fullu. 

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir er aðili að SAF (Samtök ferðaþjónustunnar, sjá www.saf.is) og því gilda almennir skilmálar samtakanna um allar ferðir ferðaskrifstofunnar, auk þess sem viðkomandi flugfélag getur verið með sína skilmála til viðbótar.

         

Frekari upplýsingar, skráning og/eða fyrirspurnir á brandur@explorer.is 

| More