Hjá ferðaskrifstofunni Íslandsvinir er starfsfólk með margra ára reynslu í að skipuleggja fyrir og/eða leiða hópa af ýmsu tagi til útlanda. Við erum með sambönd út um allan heim og og viljum gera okkar besta til að veita úrvals og persónulega þjónustu. Hvar sem þið eruð á landinu, hafið endilega samband og við tökum vel á móti ykkur. Við erum einnig tilbúin að koma í heimsókn til ykkar og ræða málin. 

Ertu að spá í utanlandsferð fyrir hóp?

Er saumaklúbburinn að spá í dekurferð?
Er stórfjölskyldan að spá í afmælisferð?
Er gamli bekkurinn að spá í skemmtiferð?
Er gönguhópurinn að spá í gönguferð?
Er vinahópurinn að spá í skíðaferð?
Er félagið að spá í menningarferð?
Er prjónaklúbburinn að spá í aðventuferð?
Er vinnustaðurinn að spá í árshátíðarferð?
Er fyrirtækið að spá í sýningarferð?
Er skólahópurinn að spá í námsferð?
Er íþróttahópurinn að spá í æfingaferð?
Er kórinn að spá í söngferðalag?
Er.....er ....er ..?

Hvað sem er 
Hvenær sem er
Hvert sem er 
Hvaðan sem hópurinn er  – við gerum okkar besta til að finna réttu ferðina. 

Sendið okkur fyrirspurn á info@explorer.is

| More