Um Íslandsvini

Ferðaskrifstofan ÍSLANDSVINIR eða ICELAND EXPLORER eins og fyrirtækið þekkist meðal erlendra viðskiptavina var stofnað árið 1998.  Fyrirtækið hefur vaxið með hverju árinu og er það fyrst og fremst vegna ánægðra viðskiptavina sem koma til okkar aftur og aftur, hvort sem það eru Íslendingar að ferðast með okkur í ýmis konar ferðum erlendis, eða erlendir ferðamenn og samstarfsaðilar sem kaupa af okkur skipulagðar ferðir hér innanlands.
 
Ferðastefna Íslandsvina h.f. er skýr hvað ferðir erlendis varðar: Ferðaskrifstofan Íslandsvinir h.f., leitast við að sérhæfa sig í ferðum sem hreyfa við hug og hjarta!
 
Fyrst og fremst eru það útivistarferðir, og hafa þar göngu- og skíðaferðir verið vinsælastar, en núna eiga menningarferðir af ýmsum toga vaxandi fylgi að fagna.  Ýmsar aðrar ferðir eru í boði s.s. hjóla- og háfjallaferðir og einnig hafa margskonar fjölskyldu-, árshátíða- og fyrirtækjaferðum fjölgað hjá okkur þar sem við sníðum utan um þarfir hvers hóps. Við höfum getað sýnt fram á þetta tvennt sem skiptir svo miklu máli þegar að fara skal með hóp erlendis, sanngjarnt verð og vönduð vinnubrögð.
 
Hér á heimasíðunni eru taldar upp flestar af þeim spennandi ferðum sem í boði eru hjá okkur og er það von mín og trú að margir finni í einhverri þeirra draumaferðina sína. Einnig hvet ég fólk til að fylgjast reglulega með og skrá sig á lista hjá okkur til að fá reglulega upplýsingar um nýjungar.

Um leið og ég þakka öllum viðskiptavinum Íslandsvina í gegnum árin fyrir samskiptin býð ég þá og nýja ferðafélaga velkomna í ferðir með okkur,
 
Halldór Hreinsson
framkvæmdastjóri

| More
19.10.2017
Skíđagöngunámskeiđ í Tékklandi 21. - 28. janúar 2018

Við endurtökum leikinn frá því í fyrra og þau Auður og Óskar verða með skíðagöngunámskeið í Spildleruv Mlýn í Tékklandi seinnipartinn í janúar. 

Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn þá er þetta frábært tækifæri til þess að ná tökum á þessari skemmtilegu almenningsíþrótt.

Ætlarðu að taka þátt í Vasa- göngunni í vetur? Komdu til Tékklands til þess að æfa við mjög góðar aðstæður!

Nánari upplýsingar má fá hér

| More